Víti til varnaðar í samningum frá 2011 Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2013 07:00 Vilhjálmur Egilsson sem þá var hjá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ féllust í faðma þegar samningar voru í höfn í maí 2011. Fréttablaðið/Anton Vísbendingar eru um að kjarasamningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðspunktum greikningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar, en niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjarasamninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 prósent á sama tíma sökum hækkandi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagðar nær óhjákvæmilegar ef nafnlaun hækki umfram framleiðnivöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækkun og hækkun olíuverðs. Vísitölur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 prósent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svokölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starfandi fólks er einng sagt bera þess merki að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumarkaði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentustig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja ársfjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlutfall starfandi nokkuð í kjölfar kjarasamninganna.“ Að baki kjarasamningunum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit markmið þar sem blásta átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samningarnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfullar miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjölluninni. „Í stað þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Nauðsynlegt er sagt að í komandi kjarasamningum verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvæntingar, vaxtastig og þróun vinnumarkaðar. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Vísbendingar eru um að kjarasamningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðspunktum greikningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar, en niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjarasamninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 prósent á sama tíma sökum hækkandi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagðar nær óhjákvæmilegar ef nafnlaun hækki umfram framleiðnivöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækkun og hækkun olíuverðs. Vísitölur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 prósent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svokölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starfandi fólks er einng sagt bera þess merki að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumarkaði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentustig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja ársfjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlutfall starfandi nokkuð í kjölfar kjarasamninganna.“ Að baki kjarasamningunum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit markmið þar sem blásta átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samningarnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfullar miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjölluninni. „Í stað þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Nauðsynlegt er sagt að í komandi kjarasamningum verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvæntingar, vaxtastig og þróun vinnumarkaðar.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira