Ferðamenn átu skyndibita fyrir tvo milljarða króna Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 11:22 Skyndibiti á borðum. Tölur sýna að fjórðungur útgjalda ferðamanna vegna veitinga hér á landi í fyrra var vegna skyndibita. Fréttablaðið/Anton Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst um rúman fimmtung (22,4%) frá sama mánuði í fyrra og nam 6,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. „Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 89.000 kr. með greiðslukortum hér á landi í september sem er 8,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra,“ segir í samantekt Rannsóknasetursins. Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn er gistiþjónusta, en erlend kortavelta á gististöðum var um 1,6 milljarður króna í september, 26 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslunum var 1,4 milljarðar sem er 9% meiri velta en ári fyrr. „Eins og fram hefur komið í umræðu nær ferðamannastraumur yfir sífellt lengra tímabil ársins. Þess sjást greinileg merki því aukin velta er í öllum flokkum nema fataverslun og minjagripaverslun,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins. „Þannig var erlend kortavelta bílaleiga 39% meiri í september en í sama mánuði í fyrra. Fjórföldun var í veltu gistirýmis utan hótela og 53% aukning á milli ára í skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun.“ Einnig er rýnt í einstaka liði erlendrar kortaveltu á síðasta ári. Þannig greiddu erlendir ferðamenn í fyrra með greiðslukortum sínum kostnað vegna skyndibita upp á 1,8 milljarða króna. „Þá er vitaskuld ekki talið með það sem greitt hefur verið með reiðufé. Ef það er talið með má ætla að útlendingar hafi neytt skyndibita hér á landi fyrir meira en tvo milljarða kr.“ Fram kemur að heildarvelta erlendra greiðslukorta til veitingahúsa hafi verið 7,6 milljarðar í fyrra og því láti nærri að um fjórðungur af veitingahúsaveltunni hafi farið til skyndibitastaða. Kortavelta útlendinga sem kaupa farmiða eða pakkaferðir til Íslands frá heimalandi sínu eru ekki innifaldar í þessum tölum nema kortaveltan fari í gegnum íslenska færsluhirða. Þannig eru erlendar greiðslur vegna flugferða hingað til lands og greiðslur til erlendra ferðaskrifstofa eða annarra milliliða ekki taldar með í veltutölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. „Þá eru úttektir á reiðufé úr hraðbönkum ekki innifaldar í þessum tölum.“ Með því að miða við upplýsingar Ferðamálastofu um komur erlendra ferðamanna til landsins kemst Rannsóknasetur verslunarinnar að því að greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann í september hafi verið um 89 þúsund krónur. „Útgjöld á hvern ferðamann jukust um 8,1% í krónum talið.“ Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst um rúman fimmtung (22,4%) frá sama mánuði í fyrra og nam 6,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. „Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 89.000 kr. með greiðslukortum hér á landi í september sem er 8,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra,“ segir í samantekt Rannsóknasetursins. Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn er gistiþjónusta, en erlend kortavelta á gististöðum var um 1,6 milljarður króna í september, 26 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslunum var 1,4 milljarðar sem er 9% meiri velta en ári fyrr. „Eins og fram hefur komið í umræðu nær ferðamannastraumur yfir sífellt lengra tímabil ársins. Þess sjást greinileg merki því aukin velta er í öllum flokkum nema fataverslun og minjagripaverslun,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins. „Þannig var erlend kortavelta bílaleiga 39% meiri í september en í sama mánuði í fyrra. Fjórföldun var í veltu gistirýmis utan hótela og 53% aukning á milli ára í skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun.“ Einnig er rýnt í einstaka liði erlendrar kortaveltu á síðasta ári. Þannig greiddu erlendir ferðamenn í fyrra með greiðslukortum sínum kostnað vegna skyndibita upp á 1,8 milljarða króna. „Þá er vitaskuld ekki talið með það sem greitt hefur verið með reiðufé. Ef það er talið með má ætla að útlendingar hafi neytt skyndibita hér á landi fyrir meira en tvo milljarða kr.“ Fram kemur að heildarvelta erlendra greiðslukorta til veitingahúsa hafi verið 7,6 milljarðar í fyrra og því láti nærri að um fjórðungur af veitingahúsaveltunni hafi farið til skyndibitastaða. Kortavelta útlendinga sem kaupa farmiða eða pakkaferðir til Íslands frá heimalandi sínu eru ekki innifaldar í þessum tölum nema kortaveltan fari í gegnum íslenska færsluhirða. Þannig eru erlendar greiðslur vegna flugferða hingað til lands og greiðslur til erlendra ferðaskrifstofa eða annarra milliliða ekki taldar með í veltutölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. „Þá eru úttektir á reiðufé úr hraðbönkum ekki innifaldar í þessum tölum.“ Með því að miða við upplýsingar Ferðamálastofu um komur erlendra ferðamanna til landsins kemst Rannsóknasetur verslunarinnar að því að greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann í september hafi verið um 89 þúsund krónur. „Útgjöld á hvern ferðamann jukust um 8,1% í krónum talið.“
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira