Alicja Kwade sýnir í i8 Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2013 13:00 Alicja hefur mikinn áhuga á spurningum eðlisfræðinnar. mynd/stefán Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira