Alicja Kwade sýnir í i8 Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2013 13:00 Alicja hefur mikinn áhuga á spurningum eðlisfræðinnar. mynd/stefán Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp