Hráa ferska kjötið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt.“ Þetta skrifaði Hannes Pétursson skáld í grein hér í blaðinu í marz síðastliðnum. Hannes fjallaði þar um þá staðreynd að mörgum, sérstaklega stjórnmálamönnum og bændaforkólfum, finnst alveg sjálfsagt að banna innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins til Íslands og jafnsjálfsagt að Ísland fái að flytja út ferskt kjöt til sömu landa. Eru þó sömu reglur um heilbrigðiseftirlit gildandi á báðum stöðum. Eftirlitsstofnun EFTA gaf í vikunni út formlega áminningu til Íslands vegna innflutningsbannsins. Alþingi samþykkti árið 2009 að innleiða breytta matvælalöggjöf Evrópusambandsins í íslenzk lög, í samræmi við EES-samninginn. Samkvæmt EES-reglunum á að leyfa innflutning á fersku kjöti. Alþingi ákvað hins vegar, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, að svíkja það sem samið hafði verið um við ESB og viðhalda innflutningsbanninu. Þetta gerðu þingmenn, vitandi vits að bannið stæðist ekki reglur EES. Einar K. Guðfinnsson hafði mælt fyrir málinu áður sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og þá gert ráð fyrir að innflutningsbannið yrði afnumið. Það rökstuddi Einar annars vegar með því að það væru ríkir hagsmunir sjávarútvegsins vegna útflutnings sjávarafurða að sömu matvælalög giltu á Íslandi og í ESB. Hins vegar væri verið að taka upp reglur ESB um stóreflt eftirlit með heilbrigði landbúnaðarafurða þar sem hagsmunir neytenda væru settir í öndvegi. Þegar Jón Bjarnason mælti fyrir innflutningsbanninu varaði Einar við því, sagði fullreynt að viðhalda því, frumvarpið byggðist á óskhyggju og von um gálgafrest sem ekki væri líklegt að fengist. Hann taldi Jón kominn á „hættulega braut“. Svo fór reyndar að Einar samþykkti frumvarpið, sem er í fullu samræmi við sýn skáldsins á búnaðarmálaþrasið. Nú hyggst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið enn taka til varna og verjast atlögu ESA. Ráðinn hefur verið nýsjálenzkur sérfræðingur til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands og á niðurstaða hans að liggja fyrir á næsta ári. Af hverju ætli sé ekki hægt að nota álitsgerð Ólafs Oddgeirssonar, dýralæknis hjá Food Control Consultants í Bretlandi, sem var unnin í apríl 2005 fyrir Guðna Ágústsson, sem þá var landbúnaðarráðherra? Í framhaldinu komst Guðni að þeirri niðurstöðu að semja ætti við ESB um afnám innflutningsbannsins. Seinna taldi hann að vísu að sú gjörð væri stórhættuleg, enda atvinnumaður í búnaðarmálaþrasinu. Kjarni málsins er þessi: Innflutningur á ferskum kjötvörum er hagur neytenda, sem hafa þá úr meiru að velja. Íslenzkur landbúnaður fær meiri samkeppni og veitir ekkert af. Kjötið sem er flutt inn er háð ströngu heilbrigðiseftirliti í heimalandinu. Íslenzk stjórnvöld mega áfram taka stikkprufur til að fylgjast með heilbrigði innfluttra búvara. Innflutningsbannið er fyrst og fremst viðskiptahindrun, hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir samkeppni. Það verður ágætt þegar EFTA-dómstóllinn hnekkir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt.“ Þetta skrifaði Hannes Pétursson skáld í grein hér í blaðinu í marz síðastliðnum. Hannes fjallaði þar um þá staðreynd að mörgum, sérstaklega stjórnmálamönnum og bændaforkólfum, finnst alveg sjálfsagt að banna innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins til Íslands og jafnsjálfsagt að Ísland fái að flytja út ferskt kjöt til sömu landa. Eru þó sömu reglur um heilbrigðiseftirlit gildandi á báðum stöðum. Eftirlitsstofnun EFTA gaf í vikunni út formlega áminningu til Íslands vegna innflutningsbannsins. Alþingi samþykkti árið 2009 að innleiða breytta matvælalöggjöf Evrópusambandsins í íslenzk lög, í samræmi við EES-samninginn. Samkvæmt EES-reglunum á að leyfa innflutning á fersku kjöti. Alþingi ákvað hins vegar, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, að svíkja það sem samið hafði verið um við ESB og viðhalda innflutningsbanninu. Þetta gerðu þingmenn, vitandi vits að bannið stæðist ekki reglur EES. Einar K. Guðfinnsson hafði mælt fyrir málinu áður sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og þá gert ráð fyrir að innflutningsbannið yrði afnumið. Það rökstuddi Einar annars vegar með því að það væru ríkir hagsmunir sjávarútvegsins vegna útflutnings sjávarafurða að sömu matvælalög giltu á Íslandi og í ESB. Hins vegar væri verið að taka upp reglur ESB um stóreflt eftirlit með heilbrigði landbúnaðarafurða þar sem hagsmunir neytenda væru settir í öndvegi. Þegar Jón Bjarnason mælti fyrir innflutningsbanninu varaði Einar við því, sagði fullreynt að viðhalda því, frumvarpið byggðist á óskhyggju og von um gálgafrest sem ekki væri líklegt að fengist. Hann taldi Jón kominn á „hættulega braut“. Svo fór reyndar að Einar samþykkti frumvarpið, sem er í fullu samræmi við sýn skáldsins á búnaðarmálaþrasið. Nú hyggst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið enn taka til varna og verjast atlögu ESA. Ráðinn hefur verið nýsjálenzkur sérfræðingur til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands og á niðurstaða hans að liggja fyrir á næsta ári. Af hverju ætli sé ekki hægt að nota álitsgerð Ólafs Oddgeirssonar, dýralæknis hjá Food Control Consultants í Bretlandi, sem var unnin í apríl 2005 fyrir Guðna Ágústsson, sem þá var landbúnaðarráðherra? Í framhaldinu komst Guðni að þeirri niðurstöðu að semja ætti við ESB um afnám innflutningsbannsins. Seinna taldi hann að vísu að sú gjörð væri stórhættuleg, enda atvinnumaður í búnaðarmálaþrasinu. Kjarni málsins er þessi: Innflutningur á ferskum kjötvörum er hagur neytenda, sem hafa þá úr meiru að velja. Íslenzkur landbúnaður fær meiri samkeppni og veitir ekkert af. Kjötið sem er flutt inn er háð ströngu heilbrigðiseftirliti í heimalandinu. Íslenzk stjórnvöld mega áfram taka stikkprufur til að fylgjast með heilbrigði innfluttra búvara. Innflutningsbannið er fyrst og fremst viðskiptahindrun, hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir samkeppni. Það verður ágætt þegar EFTA-dómstóllinn hnekkir því.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun