Þjóðernispopúlismi í Evrópu Þorsteinn Pálsson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Fjármálakreppan í Evrópu hefur aukið fylgi við flokka sem byggja á samblandi þjóðernislegra tilfinninga og popúlisma. Sumir gamlir flokkar af því tagi hafa eflst og nýir sprottið upp. Mislit spaugstofuframboð eru annars eðlis en hafa einnig fengið byr í seglin á stöku stað. Þessi pólitíska hreyfing hefur svo sem vænta má verið dregin inn í Evrópuumræðuna hér heima. Einkum eru það andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu sem títt og ákaft benda á þennan veruleika til sannindamerkis um að á Íslandi eigi menn ekki að hugsa frekar um evrópska samvinnu. Ekki er vitað hvort hér er á ferðinni tímabundin sveifla eða byrjun á þróun. Það ræðst ugglaust mikið af því hvernig mönnum tekst að leysa úr þeim þrengingum sem fylgt hafa fjármálakreppunni. Þeir flokkar sem hér um ræðir eru nokkuð misjafnir. Sumir hafa jafnvel á sér yfirbragð fasisma. Því er erfitt að draga alla í einn og sama dilkinn þrátt fyrir afar sterk sameiginleg einkenni. Það er líka erfitt að nota gildishlaðin orð eins og öfgar því að flokkarnir ganga mislangt í því efni. Einkum eru það þrjú atriði sem þessir flokkar eiga saman. Í fyrsta lagi rík þjóðernishyggja og andstaða við Evrópusamvinnu. Í öðru lagi neikvæð afstaða til innflytjenda, misöflug þó. Í þriðja lagi yfirboð á afmörkuðum sviðum velferðar- og félagsmála. Það má því segja að þeir nálgist kjósendur samtímis frá ysta jaðri hægri og vinstri í pólitík. Þeir falla því illa inn í hefðbundið litróf.Sniðinn að andstöðu fremur en ábyrgð Framsóknarflokkurinn í Danmörku undir forystu Glistrups náði fyrst fótfestu slíkra flokka á Norðurlöndum fyrir áratugum. Danski þjóðarflokkurinn spratt síðar út úr honum. Norski Framsóknarflokkurinn er líka gamall í hettunni og byggður á sambærilegum hugmyndum. Í Finnlandi er þetta pólitíska fyrirbæri hins vegar nýtt af nálinni, en í Svíþjóð hefur það ekki skákað hefðbundnum flokkum svo heitið geti. Í Frakklandi hefur flokkur af þessu tagi um nokkurn tíma sett verulegt strik í reikninginn. Eins er austurríski flokkurinn sterkur. Nýr flokkur í Þýskalandi náði aftur á móti ekki fótfestu í kosningum þar í september. Gríski flokkurinn fékk byr í seglin í kreppunni en á nú í útistöðum við réttvísina. Breski Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með gott fylgi í skoðanakönnunum. Mótleikur Íhaldsflokksins byggir á hugmyndum um að viðhalda aðildinni að Evrópusambandinu en draga úr áhrifum þess á afmörkuðum sviðum og efna svo til þjóðaratkvæðis. Það er um margt áhugaverð hugsun sem fróðlegt verður að sjá hvað verður úr. Flokkar sem byggja á þjóðernispopúlisma hafa átt erfitt með að komast að ríkisstjórnarborði. Stefna þeirra er fremur sniðin að andstöðu en ábyrgð. Norski Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar markvisst fært sig nær borgaraflokkunum á allra síðustu árum til þess að verða stjórntækur. Öndvert við aðra slíka flokka tapaði hann verulegu fylgi á dögunum en náði vegna þessarar málefnalegu aðlögunar að komast í ríkisstjórn.Flýgur hæst á Íslandi Segja má að ekki hafi bólað að nokkru marki á pólitískri þróun af þessum toga hér á landi fyrr en ný forysta tók við Framsóknarflokknum fyrir rúmum fjórum árum. Síðan hafa böndin við hugmynda- og hagsmunaheim gamla Framsóknarflokksins smám saman trosnað ef frá er talið Kaupfélag Skagfirðinga. Með félagslega loforðinu um mestu endurgreiðslu húsnæðislána í heimi varð endanlega til íslenskur þjóðernispopúlismaflokkur. Framsókn er fyrsti og eini flokkur sinnar tegundar á evrópska efnahagssvæðinu til þess að veita ríkisstjórn og landi forystu. Þó að þessi pólitík hafi verið lengi á leiðinni til Íslands hefur hún náð hærra flugi hér en annars staðar. Enginn spaugstofuflokkur hefur heldur náð jafn miklum árangri og Besti flokkurinn í Reykjavík. Hér hefur því orðið meiri pólitísk kerfisbreyting á stuttum tíma en nöfn á flokkum segja til um. Af þessum síðbúna en leiftur snögga uppgangi þjóðernispopúlismans á Íslandi leiðir aftur á móti að við getum fyrr en aðrar þjóðir dæmt af reynslu hverju hann skilar. Setunni við ríkisstjórnarborðið fylgir ábyrgð sem ekki verður umflúin. Það er því ærið tilefni til að skoða þetta pólitíska fyrirbrigði frá íslensku sjónarhorni. Nú þegar er til að mynda komið í ljós að sú þröngsýni sem felst í þessari pólitík varðandi alþjóðlegt samstarf á sviði peningamála veldur því að draumurinn um haftalaust Ísland hefur fjarlægst. Fyrir sömu sakir er allt í óvissu um langtíma kjarasamninga og stöðugleika. Og fylgi Framsóknarflokksins hefur strax hrunið í skoðanakönnunum. Þetta eru þó aðeins þrjár vísbendingar; ofmælt væri að segja að full reynsla sé fengin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fjármálakreppan í Evrópu hefur aukið fylgi við flokka sem byggja á samblandi þjóðernislegra tilfinninga og popúlisma. Sumir gamlir flokkar af því tagi hafa eflst og nýir sprottið upp. Mislit spaugstofuframboð eru annars eðlis en hafa einnig fengið byr í seglin á stöku stað. Þessi pólitíska hreyfing hefur svo sem vænta má verið dregin inn í Evrópuumræðuna hér heima. Einkum eru það andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu sem títt og ákaft benda á þennan veruleika til sannindamerkis um að á Íslandi eigi menn ekki að hugsa frekar um evrópska samvinnu. Ekki er vitað hvort hér er á ferðinni tímabundin sveifla eða byrjun á þróun. Það ræðst ugglaust mikið af því hvernig mönnum tekst að leysa úr þeim þrengingum sem fylgt hafa fjármálakreppunni. Þeir flokkar sem hér um ræðir eru nokkuð misjafnir. Sumir hafa jafnvel á sér yfirbragð fasisma. Því er erfitt að draga alla í einn og sama dilkinn þrátt fyrir afar sterk sameiginleg einkenni. Það er líka erfitt að nota gildishlaðin orð eins og öfgar því að flokkarnir ganga mislangt í því efni. Einkum eru það þrjú atriði sem þessir flokkar eiga saman. Í fyrsta lagi rík þjóðernishyggja og andstaða við Evrópusamvinnu. Í öðru lagi neikvæð afstaða til innflytjenda, misöflug þó. Í þriðja lagi yfirboð á afmörkuðum sviðum velferðar- og félagsmála. Það má því segja að þeir nálgist kjósendur samtímis frá ysta jaðri hægri og vinstri í pólitík. Þeir falla því illa inn í hefðbundið litróf.Sniðinn að andstöðu fremur en ábyrgð Framsóknarflokkurinn í Danmörku undir forystu Glistrups náði fyrst fótfestu slíkra flokka á Norðurlöndum fyrir áratugum. Danski þjóðarflokkurinn spratt síðar út úr honum. Norski Framsóknarflokkurinn er líka gamall í hettunni og byggður á sambærilegum hugmyndum. Í Finnlandi er þetta pólitíska fyrirbæri hins vegar nýtt af nálinni, en í Svíþjóð hefur það ekki skákað hefðbundnum flokkum svo heitið geti. Í Frakklandi hefur flokkur af þessu tagi um nokkurn tíma sett verulegt strik í reikninginn. Eins er austurríski flokkurinn sterkur. Nýr flokkur í Þýskalandi náði aftur á móti ekki fótfestu í kosningum þar í september. Gríski flokkurinn fékk byr í seglin í kreppunni en á nú í útistöðum við réttvísina. Breski Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með gott fylgi í skoðanakönnunum. Mótleikur Íhaldsflokksins byggir á hugmyndum um að viðhalda aðildinni að Evrópusambandinu en draga úr áhrifum þess á afmörkuðum sviðum og efna svo til þjóðaratkvæðis. Það er um margt áhugaverð hugsun sem fróðlegt verður að sjá hvað verður úr. Flokkar sem byggja á þjóðernispopúlisma hafa átt erfitt með að komast að ríkisstjórnarborði. Stefna þeirra er fremur sniðin að andstöðu en ábyrgð. Norski Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar markvisst fært sig nær borgaraflokkunum á allra síðustu árum til þess að verða stjórntækur. Öndvert við aðra slíka flokka tapaði hann verulegu fylgi á dögunum en náði vegna þessarar málefnalegu aðlögunar að komast í ríkisstjórn.Flýgur hæst á Íslandi Segja má að ekki hafi bólað að nokkru marki á pólitískri þróun af þessum toga hér á landi fyrr en ný forysta tók við Framsóknarflokknum fyrir rúmum fjórum árum. Síðan hafa böndin við hugmynda- og hagsmunaheim gamla Framsóknarflokksins smám saman trosnað ef frá er talið Kaupfélag Skagfirðinga. Með félagslega loforðinu um mestu endurgreiðslu húsnæðislána í heimi varð endanlega til íslenskur þjóðernispopúlismaflokkur. Framsókn er fyrsti og eini flokkur sinnar tegundar á evrópska efnahagssvæðinu til þess að veita ríkisstjórn og landi forystu. Þó að þessi pólitík hafi verið lengi á leiðinni til Íslands hefur hún náð hærra flugi hér en annars staðar. Enginn spaugstofuflokkur hefur heldur náð jafn miklum árangri og Besti flokkurinn í Reykjavík. Hér hefur því orðið meiri pólitísk kerfisbreyting á stuttum tíma en nöfn á flokkum segja til um. Af þessum síðbúna en leiftur snögga uppgangi þjóðernispopúlismans á Íslandi leiðir aftur á móti að við getum fyrr en aðrar þjóðir dæmt af reynslu hverju hann skilar. Setunni við ríkisstjórnarborðið fylgir ábyrgð sem ekki verður umflúin. Það er því ærið tilefni til að skoða þetta pólitíska fyrirbrigði frá íslensku sjónarhorni. Nú þegar er til að mynda komið í ljós að sú þröngsýni sem felst í þessari pólitík varðandi alþjóðlegt samstarf á sviði peningamála veldur því að draumurinn um haftalaust Ísland hefur fjarlægst. Fyrir sömu sakir er allt í óvissu um langtíma kjarasamninga og stöðugleika. Og fylgi Framsóknarflokksins hefur strax hrunið í skoðanakönnunum. Þetta eru þó aðeins þrjár vísbendingar; ofmælt væri að segja að full reynsla sé fengin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun