Ekkert stressuð fyrir hönd barnanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 11:00 Þórdís segist ekki sjá neina ástæðu til að niðursjóða veruleikann þegar hún skrifar fyrir börn. Fréttablaðið/Vilhelm Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp