Ég er góði gæinn Friðrika Benónýsdótttir skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Mikið óskaplega hefur ráðherrum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verið orðið mál að tjá sig um þá upplifun. Eða að minnsta kosti að fegra sinn hlut og leiðrétta ímyndina – sína eigin nota bene ekki ríkisstjórnarinnar sem slíkrar – eftir hið hroðalega afhroð sem samstarfsflokkarnir Samfylkingin og Vinstri græn hlutu í alþingiskosningunum í vor. Að minnsta kosti þrír ráðherrar þeirrar stjórnar eru í sviðsljósinu í yfirstandandi jólabókaflóði, þótt Jóhanna sjálf stingi reyndar ekki niður penna heldur láti eiginkonuna um það. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur Sigfússon sjá hins vegar sjálfir um sín skrif og Össur fer mikinn í fjölmiðlum þessa dagana með lýsingar úr bókinni. Minna hefur frést af innihaldi bókar Steingríms en umfjöllunin um það með tilheyrandi flennifyrirsögnum hlýtur að skella á von bráðar. Össuri verður tíðrætt um það í viðtölunum hversu þungbær aðförin að Geir H. Haarde hafi reynst honum og hversu litlu hafi munað að sá sirkus allur hafi sprengt ríkisstjórnina. Ekki hefur hann þó séð ástæðu til að tjá sig um það hvers vegna hann yfirgaf ekki stjórnina fyrst hún fór fram með slíku gerræði. Sennilega hefur honum, eins og flestum öðrum stjórnmálamönnum, þótt vænna um embættið en sannfæringu sína þegar á hólminn var komið. Það er nefnilega enginn vandi að öðlast völd, vandinn felst í því að sleppa þeim, eins og rithöfundurinn Andri Snær Magnason orðaði það þegar sú ákvörðun Jóns Gnarr að hætta sem borgarstjóri var til umræðu á Facebook. Öll borgarstjóratíð Jóns Gnarr er reyndar auðvitað gjörningur sem ekki á neitt skylt við hefðbundna pólitík en engu að síður er sú ákvörðun hans að hætta með sæmd að eigin frumkvæði eitthvað sem pólitíkusar mættu taka sér til fyrirmyndar. Tala nú ekki um gamlir jálkar sem enn eru pikkfastir í hagsmunapólitík og hrossakaupum fortíðarinnar og kalla það að benda á ávirðingar allra annarra en sjálfra sín að gera upp stjórnarsetu. Það er svo önnur Ella hvort þessi bókaskrif þjóni þeim tilgangi sínum að fegra hlut viðkomandi ráðherra og sverta hlut annarra. Enda ætti það varla að skipta máli héðan af hver var í góða liðinu og hver í því vonda í fortíðinni. Fortíðin er nefnilega liðin og komið að þeirri framtíð sem fjöldafylgi Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum var upphafið að og því eiga ýmsir erfitt með að kyngja. Sá grunur læðist að manni að það sé ekki tilviljun að vinstriráðherrarnir vilji beina athyglinni að öðru en því sem aflaga fór í stjórnartíð síðustu stjórnar nú í upphafi kosningabaráttuvetrar. Að þeir vilji að borgarstjórnmálin lúti þeirra gamalgrónu lögmálum og fari sem fljótast úr því fari sem gjörningur Besta flokksins og frammistaða Jóns Gnarr á stóli borgarstjóra hefur veitt þeim í. Að enn séu þeim völdin hjartfólgnari en flest annað, þótt þeir þykist hafa látið af þeim og sett stjórnun flokka sinna í hendur yngra fólks. Það skyldi þó ekki vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mikið óskaplega hefur ráðherrum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verið orðið mál að tjá sig um þá upplifun. Eða að minnsta kosti að fegra sinn hlut og leiðrétta ímyndina – sína eigin nota bene ekki ríkisstjórnarinnar sem slíkrar – eftir hið hroðalega afhroð sem samstarfsflokkarnir Samfylkingin og Vinstri græn hlutu í alþingiskosningunum í vor. Að minnsta kosti þrír ráðherrar þeirrar stjórnar eru í sviðsljósinu í yfirstandandi jólabókaflóði, þótt Jóhanna sjálf stingi reyndar ekki niður penna heldur láti eiginkonuna um það. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur Sigfússon sjá hins vegar sjálfir um sín skrif og Össur fer mikinn í fjölmiðlum þessa dagana með lýsingar úr bókinni. Minna hefur frést af innihaldi bókar Steingríms en umfjöllunin um það með tilheyrandi flennifyrirsögnum hlýtur að skella á von bráðar. Össuri verður tíðrætt um það í viðtölunum hversu þungbær aðförin að Geir H. Haarde hafi reynst honum og hversu litlu hafi munað að sá sirkus allur hafi sprengt ríkisstjórnina. Ekki hefur hann þó séð ástæðu til að tjá sig um það hvers vegna hann yfirgaf ekki stjórnina fyrst hún fór fram með slíku gerræði. Sennilega hefur honum, eins og flestum öðrum stjórnmálamönnum, þótt vænna um embættið en sannfæringu sína þegar á hólminn var komið. Það er nefnilega enginn vandi að öðlast völd, vandinn felst í því að sleppa þeim, eins og rithöfundurinn Andri Snær Magnason orðaði það þegar sú ákvörðun Jóns Gnarr að hætta sem borgarstjóri var til umræðu á Facebook. Öll borgarstjóratíð Jóns Gnarr er reyndar auðvitað gjörningur sem ekki á neitt skylt við hefðbundna pólitík en engu að síður er sú ákvörðun hans að hætta með sæmd að eigin frumkvæði eitthvað sem pólitíkusar mættu taka sér til fyrirmyndar. Tala nú ekki um gamlir jálkar sem enn eru pikkfastir í hagsmunapólitík og hrossakaupum fortíðarinnar og kalla það að benda á ávirðingar allra annarra en sjálfra sín að gera upp stjórnarsetu. Það er svo önnur Ella hvort þessi bókaskrif þjóni þeim tilgangi sínum að fegra hlut viðkomandi ráðherra og sverta hlut annarra. Enda ætti það varla að skipta máli héðan af hver var í góða liðinu og hver í því vonda í fortíðinni. Fortíðin er nefnilega liðin og komið að þeirri framtíð sem fjöldafylgi Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum var upphafið að og því eiga ýmsir erfitt með að kyngja. Sá grunur læðist að manni að það sé ekki tilviljun að vinstriráðherrarnir vilji beina athyglinni að öðru en því sem aflaga fór í stjórnartíð síðustu stjórnar nú í upphafi kosningabaráttuvetrar. Að þeir vilji að borgarstjórnmálin lúti þeirra gamalgrónu lögmálum og fari sem fljótast úr því fari sem gjörningur Besta flokksins og frammistaða Jóns Gnarr á stóli borgarstjóra hefur veitt þeim í. Að enn séu þeim völdin hjartfólgnari en flest annað, þótt þeir þykist hafa látið af þeim og sett stjórnun flokka sinna í hendur yngra fólks. Það skyldi þó ekki vera.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun