Frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Ugla Egilsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Stofumyrkur. fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp