Frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Ugla Egilsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Stofumyrkur. fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira