Skaut sitt fyrsta hreindýr í haust Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Margrét Guðmundsdóttir segir að viðskiptafræðin hafi alltaf hafa heillað hana. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.” Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.”
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira