Neytendur fá meiri gögn um kostnað Haraldur Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2013 07:30 Nú þurfa þeir sem óska eftir bílaláni að gera grein fyrir fjárhagsstöðu sinni. Fréttablaðið/GVA „Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira