Hagvöxtur er umfram spár Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2013 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrivexti á kynningarfundi í húsakynnum Seðlabanka Íslands í gær. Fréttablaðið/Daníel Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en bankinn spáði í ágúst, eða 2,3 prósent. Næstu tvö ár gerir bankinn engu að síður ráð fyrir svipuðum vexti og áður hafði verið spáð. Kynnt var í gær ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum bankans enn óbreyttum og efnahagsritið Peningamál með nýrri þjóðhagsspá. Vöxtum Seðlabankans var síðast breytt í nóvember í fyrra. „Er þetta lengsta samfellda tímabil óbreyttra stýrivaxta bankans síðan 2004,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar kemur fram að verðbólguhorfur hafi batnað nokkuð frá síðustu spá bankans. „Eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri við kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar í gær. „Samkvæmt spá bankans eru horfur á hægfara hjöðnun verðbólgu á næstu misserum. Hún verður minni á næstunni en áður var reiknað með en verðbólguhorfur til ársins 2016 eru í stórum dráttum svipaðar.“ Már segir ráð gert fyrir að verðbólga hnígi að markmiði undir lok árs 2015. Hjöðnun verðbólgunnar sagði Már auðvitað mjög hægfara og um margt óásættanlega hæga, auk þess sem hún væri næm fyrir þróun gengis og launa á næstu misserum. „Hafa verður í huga að í spánni er gert ráð fyrir því að launahækkanir verði nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði,“ sagði Már, en í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að verði launhækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við spána þá sé líklegt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu. „Launahækkanir umfram það auka líkur á vaxtahækkunum enn frekar,“ sagði Már, en áréttaði um leið að launahækkanir sem samrýmdust verðbólgumarkmiði hefðu þau áhrif að verðbólga hjaðnaði hraðar en spá bankans gerir ráð fyrir og vextir gætu þar af leiðandi orðið lægri en ella. Þá hafi áhrif stefnan í ríkisfjármálum. „Mikilvægt er að eftir meðferð Alþingis á frumvarpi til fjárlaga verði aðhald í ríkisfjármálum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frumvarpinu.“ Auk óvissu vegna komandi kjarasamninga, nefndi Már að viðskiptakjör Íslands hefðu versnað á undanförnum misserum og það rýrt viðskiptaafgang og sett þrýsting á gengi krónunnar. Þá sé enn óvissa um hvaða áhrif þung greiðslubyrði erlendra lána, uppgjöra búa föllnu bankanna og losun fjármagnshafta hafi á gengi krónunnar. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en bankinn spáði í ágúst, eða 2,3 prósent. Næstu tvö ár gerir bankinn engu að síður ráð fyrir svipuðum vexti og áður hafði verið spáð. Kynnt var í gær ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum bankans enn óbreyttum og efnahagsritið Peningamál með nýrri þjóðhagsspá. Vöxtum Seðlabankans var síðast breytt í nóvember í fyrra. „Er þetta lengsta samfellda tímabil óbreyttra stýrivaxta bankans síðan 2004,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar kemur fram að verðbólguhorfur hafi batnað nokkuð frá síðustu spá bankans. „Eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri við kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar í gær. „Samkvæmt spá bankans eru horfur á hægfara hjöðnun verðbólgu á næstu misserum. Hún verður minni á næstunni en áður var reiknað með en verðbólguhorfur til ársins 2016 eru í stórum dráttum svipaðar.“ Már segir ráð gert fyrir að verðbólga hnígi að markmiði undir lok árs 2015. Hjöðnun verðbólgunnar sagði Már auðvitað mjög hægfara og um margt óásættanlega hæga, auk þess sem hún væri næm fyrir þróun gengis og launa á næstu misserum. „Hafa verður í huga að í spánni er gert ráð fyrir því að launahækkanir verði nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði,“ sagði Már, en í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að verði launhækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við spána þá sé líklegt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu. „Launahækkanir umfram það auka líkur á vaxtahækkunum enn frekar,“ sagði Már, en áréttaði um leið að launahækkanir sem samrýmdust verðbólgumarkmiði hefðu þau áhrif að verðbólga hjaðnaði hraðar en spá bankans gerir ráð fyrir og vextir gætu þar af leiðandi orðið lægri en ella. Þá hafi áhrif stefnan í ríkisfjármálum. „Mikilvægt er að eftir meðferð Alþingis á frumvarpi til fjárlaga verði aðhald í ríkisfjármálum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frumvarpinu.“ Auk óvissu vegna komandi kjarasamninga, nefndi Már að viðskiptakjör Íslands hefðu versnað á undanförnum misserum og það rýrt viðskiptaafgang og sett þrýsting á gengi krónunnar. Þá sé enn óvissa um hvaða áhrif þung greiðslubyrði erlendra lána, uppgjöra búa föllnu bankanna og losun fjármagnshafta hafi á gengi krónunnar.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira