Glænýtt lið hjá Gerplu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 07:30 Stelpurnar klárar í slaginn. Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins. Fimleikar Innlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira