Silja þýðir Munro Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 13:00 Silja Aðalsteinsdóttir „Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
„Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira