Hundleiðinlegt að eyða tíma í þetta Freyr Bjarnason skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hreiðar Már og Sigurður í réttarsalnunm í Héraðsdómi Reykjavíkur. fréttablaðið/daníel Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari sagði að starfsmenn Kaupþings hafi látið eins og þeir hafi unnið HM í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008. Benti hann á að markmiðið með viðskiptunum hafi verið að auka tiltrú fjárfesta á bankanum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Aðspurður um þessa kröfu sagði Hreiðar Már í samtali við blaðamann: „Mér finnst þetta einfaldlega fráleitt. Það er ljóst að ég er ákærður fyrir umboðssvik. Sá sem veitti mér umboðið, sem var Kaupþing hf, hefur rétt á að rifta viðskiptunum sem við gengum til. Þeir hafa ekki áhuga á því, sem skýrist af þeirri ástæðu að Kaupþing var í betri stöðu eftir viðskiptin en ef ekki hefði verið gengið til þeirra.“ Spurður út í tilfinningu sína fyrir málalokum sagði hann óvissuna mikla. „En ég er mjög ánægður með málflutning míns verjanda. Rökin og staðreyndir málsins liggja með okkur.“ Saksóknari fór einnig fram á sex ára dóm yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Spurður út í þessa kröfu sagði Sigurður hana lýsa þeim tryllingi sem væri í málinu. „Þessi vegferð saksóknara í þessu máli er mér hulin ráðgáta, hvernig hann getur haldið þessu áfram eins arfavitlaust og þetta er.“ Aðspurður sagði hann hafa verið erfitt að sitja í réttarsalnum síðustu tvær vikur. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt að eyða tíma sínum í þessa skelfingu.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari sagði að starfsmenn Kaupþings hafi látið eins og þeir hafi unnið HM í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008. Benti hann á að markmiðið með viðskiptunum hafi verið að auka tiltrú fjárfesta á bankanum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Aðspurður um þessa kröfu sagði Hreiðar Már í samtali við blaðamann: „Mér finnst þetta einfaldlega fráleitt. Það er ljóst að ég er ákærður fyrir umboðssvik. Sá sem veitti mér umboðið, sem var Kaupþing hf, hefur rétt á að rifta viðskiptunum sem við gengum til. Þeir hafa ekki áhuga á því, sem skýrist af þeirri ástæðu að Kaupþing var í betri stöðu eftir viðskiptin en ef ekki hefði verið gengið til þeirra.“ Spurður út í tilfinningu sína fyrir málalokum sagði hann óvissuna mikla. „En ég er mjög ánægður með málflutning míns verjanda. Rökin og staðreyndir málsins liggja með okkur.“ Saksóknari fór einnig fram á sex ára dóm yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Spurður út í þessa kröfu sagði Sigurður hana lýsa þeim tryllingi sem væri í málinu. „Þessi vegferð saksóknara í þessu máli er mér hulin ráðgáta, hvernig hann getur haldið þessu áfram eins arfavitlaust og þetta er.“ Aðspurður sagði hann hafa verið erfitt að sitja í réttarsalnum síðustu tvær vikur. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt að eyða tíma sínum í þessa skelfingu.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira