Selja eignarhlut fyrir um 9,8 milljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2013 07:30 Sala á 32 prósenta eignarhlut í HB Granda hf. á samkvæmt tilkynningu félagsins að stuðla að dreifðara eignarhaldi og auka seljanleika hlutabréfa. Fréttablaðið/GVA. „Verð á hlutum í HB Granda mun að öllum líkindum hækka töluvert í kjölfar þessarar ákvörðunar,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. Hann vísar þar í fyriráætlanir stærstu eigenda HB Granda hf. um að selja allt að 32 prósenta eignarhlut sinn í félaginu áður en það verður tekið til skráningar á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands á næsta ári. Arion Banki á um 33 prósent af hlutafé HB Granda og ætlar að selja um 20-25 prósenta hlut í félaginu á næstu mánuðum. Aðrir stórir eigendur sem ætla að selja hluta af sinni eign eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. og stjórnarformanns HB Granda, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Félagið á 3,42 prósenta hlut í HB Granda og 39,5 prósenta hlut í Hval hf. Vogun hf. er dótturfélag Hvals og á 40,31 prósent hlut í HB Granda og 37,9 prósenta hlut í Hampiðjunni, sem á svo aftur 9,43 prósenta hlut í HB Granda. Útgerðarfyrirtækið er nú skráð á First North-markaði Kauphallarinnar þar sem viðskipti með hluti HB Granda hafa verið takmörkuð. Markaðsvirði félagsins, samkvæmt skráðu gengi á First North, er um 30,7 milljarðar króna. Sala á 32 prósenta eignarhlut myndi því skila um 9,8 milljörðum króna. „Verðmyndun á First North er ekki mjög virk og þar eru viðskipti lítil og strjál. Skráð gengi á markaðinum þarf því ekki að endurspegla rétta mynd af því hvert verðmæti eigin fjár félagsins yrði væri það skráð á Aðalmarkaðinum. Það að taka félagið af First North og setja það á Aðalmarkaðinn mun því vafalítið hafa aukningu í för með sér þegar kemur að verðmæti eigin fjár félagsins,“ segir Kristján og heldur áfram: „Manni finnst sérstakt að það sé ekki eitt einasta sjávarútvegsfyrirtæki skráð á Aðalmarkaðinum þar sem þetta er stærsta atvinnugrein okkar þegar kemur að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Verð á hlutum í HB Granda mun að öllum líkindum hækka töluvert í kjölfar þessarar ákvörðunar,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. Hann vísar þar í fyriráætlanir stærstu eigenda HB Granda hf. um að selja allt að 32 prósenta eignarhlut sinn í félaginu áður en það verður tekið til skráningar á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands á næsta ári. Arion Banki á um 33 prósent af hlutafé HB Granda og ætlar að selja um 20-25 prósenta hlut í félaginu á næstu mánuðum. Aðrir stórir eigendur sem ætla að selja hluta af sinni eign eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. og stjórnarformanns HB Granda, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Félagið á 3,42 prósenta hlut í HB Granda og 39,5 prósenta hlut í Hval hf. Vogun hf. er dótturfélag Hvals og á 40,31 prósent hlut í HB Granda og 37,9 prósenta hlut í Hampiðjunni, sem á svo aftur 9,43 prósenta hlut í HB Granda. Útgerðarfyrirtækið er nú skráð á First North-markaði Kauphallarinnar þar sem viðskipti með hluti HB Granda hafa verið takmörkuð. Markaðsvirði félagsins, samkvæmt skráðu gengi á First North, er um 30,7 milljarðar króna. Sala á 32 prósenta eignarhlut myndi því skila um 9,8 milljörðum króna. „Verðmyndun á First North er ekki mjög virk og þar eru viðskipti lítil og strjál. Skráð gengi á markaðinum þarf því ekki að endurspegla rétta mynd af því hvert verðmæti eigin fjár félagsins yrði væri það skráð á Aðalmarkaðinum. Það að taka félagið af First North og setja það á Aðalmarkaðinn mun því vafalítið hafa aukningu í för með sér þegar kemur að verðmæti eigin fjár félagsins,“ segir Kristján og heldur áfram: „Manni finnst sérstakt að það sé ekki eitt einasta sjávarútvegsfyrirtæki skráð á Aðalmarkaðinum þar sem þetta er stærsta atvinnugrein okkar þegar kemur að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira