Ég er ekki hræddur Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Öryggi á að koma í veg fyrir hræðslu. Því öruggari sem heimurinn er þeim mun óhræddara er fólk. Það er lógískt. Samt er fátt sem hræðir mig jafn mikið og það sem viðkemur öryggi. Nýlega bárust uppljóstranir um stórfelldar njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Þessar fréttir hræða mig meira en flest annað sem aflaga fer í heiminum og nóg er um það. Ég er til dæmis ekkert sérstaklega hræddur við Norður-Kóreu, hernaðaráform Kínverja eða að kjarnorkustríð brjótist út milli Indlands og Pakistans. Kannski ætti ég að vera hræddur en ég er það ekki. Það sama get ég sagt um ýmsa vá sem margir halda á lofti. Ég er heldur ekkert hræddur við fjölgun múslíma í Evrópu eða að komandi kynslóðir verði fíkniefnum að bráð. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að fæða jarðar gangi til þurrðar. Við höfum aldrei haft meira að borða, bæði hvað varðar magn og úrval, og hvernig er hægt að nota orð eins og „fæðuöryggi“ á Vesturlöndum þegar það liggur fyrir að fjórðung matar er hent í ruslatunnur? Við þetta er ég ekkert hræddur. Ég er mest hræddur við þörfina eftir öryggi. Ég er hæddur við þá sífelldu ógn og hótun að öryggis sé ekki gætt. Nýlega sagði þingmaður í ræðusal Alþingis að menning og listir væru nauðsynlegar en við hefðum ekkert við það að gera meðan við tryggðum ekki öryggi okkar og heilsu. Þingmanninum gekk vafalaust gott eitt til, hann vill gera löggæslu- og heilbrigðisstarfsfólki hærra undir höfði. En það sem ég óttast er að þessi öryggisrök séu eins konar endastöð. Ef ég mótmæli þingmanninum vegna þess að mér er annt um menningu þá hefur hann stillt málum þannig upp að ég sé á móti lýðheilsu og öryggi borgaranna. Ef svoleiðis rök fá að vera lokapunktur í umræðu þá forheimskumst við og það er þessi forheimskun sem ég óttast. Megintilgangur öryggisins hlýtur að eiga að vera útrýming hræðslunnar. Ef öryggið sem stjórnmálamenn boða gerir borgarana óörugga við að tjá hug sinn þá er eitthvað að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Öryggi á að koma í veg fyrir hræðslu. Því öruggari sem heimurinn er þeim mun óhræddara er fólk. Það er lógískt. Samt er fátt sem hræðir mig jafn mikið og það sem viðkemur öryggi. Nýlega bárust uppljóstranir um stórfelldar njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Þessar fréttir hræða mig meira en flest annað sem aflaga fer í heiminum og nóg er um það. Ég er til dæmis ekkert sérstaklega hræddur við Norður-Kóreu, hernaðaráform Kínverja eða að kjarnorkustríð brjótist út milli Indlands og Pakistans. Kannski ætti ég að vera hræddur en ég er það ekki. Það sama get ég sagt um ýmsa vá sem margir halda á lofti. Ég er heldur ekkert hræddur við fjölgun múslíma í Evrópu eða að komandi kynslóðir verði fíkniefnum að bráð. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að fæða jarðar gangi til þurrðar. Við höfum aldrei haft meira að borða, bæði hvað varðar magn og úrval, og hvernig er hægt að nota orð eins og „fæðuöryggi“ á Vesturlöndum þegar það liggur fyrir að fjórðung matar er hent í ruslatunnur? Við þetta er ég ekkert hræddur. Ég er mest hræddur við þörfina eftir öryggi. Ég er hæddur við þá sífelldu ógn og hótun að öryggis sé ekki gætt. Nýlega sagði þingmaður í ræðusal Alþingis að menning og listir væru nauðsynlegar en við hefðum ekkert við það að gera meðan við tryggðum ekki öryggi okkar og heilsu. Þingmanninum gekk vafalaust gott eitt til, hann vill gera löggæslu- og heilbrigðisstarfsfólki hærra undir höfði. En það sem ég óttast er að þessi öryggisrök séu eins konar endastöð. Ef ég mótmæli þingmanninum vegna þess að mér er annt um menningu þá hefur hann stillt málum þannig upp að ég sé á móti lýðheilsu og öryggi borgaranna. Ef svoleiðis rök fá að vera lokapunktur í umræðu þá forheimskumst við og það er þessi forheimskun sem ég óttast. Megintilgangur öryggisins hlýtur að eiga að vera útrýming hræðslunnar. Ef öryggið sem stjórnmálamenn boða gerir borgarana óörugga við að tjá hug sinn þá er eitthvað að.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun