Harry Potter-kynslóðin farin að skrifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 12:00 "Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna,“ segir Sigþrúður. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira