Á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress í október Þorgils Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 07:00 Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi. mynd / jupiterimages Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira