Glæpasögur leggja Reykjavík undir sig Friðrika Benónýsdótir skrifar 21. nóvember 2013 11:00 "Það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ segir Ragnar Jónasson. Fréttablaðið/Stefán Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira