Tónlist

Íslensk raftónlist ómar í Berlín

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri.
Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri.
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram.

„Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra.

„Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan.

Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.