Sveitin Celsíus gefur út 35 ára týnda plötu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Hljómsveitin Celsíus var skipuð einvalaliði söngvara. Hún var fyrsta samstarfsverkefni Jóhanns Helgasonar og Helgu Möller.Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Jóhann Helgason og félagar hans í hljómsveitinni Celsíus hyggjast gefa út plötu í desember sem var tekin upp fyrir rúmum 35 árum. Platan týndist í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði en fannst í Sýrlandi tveimur áratugum síðar. „Ég rakst á gömlu upptökurnar okkar fyrir algjöra tilviljun. Þær týndust upp úr 1978 og ég fann þær tuttugu árum síðar. Við höfum ætlað að koma þessu efni út og stefnum á að gera það í desember,“ segir Jóhann Helgason, einn meðlima hljómsveitarinnar. Að sögn hans var sveitin stofnuð 1976 og ári síðar var hann fenginn í sveitina ásamt Helgu Möller. Ásamt Helgu og Jóhanni skipuðu hana þeir Pálmi Gunnarsson, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson, Birgir Guðmundsson og Kristján Guðmundsson. „Þeir voru búnir að gera einhver lög þegar við Helga komum inn í sveitina. Við héldum áfram að semja og taka upp og náðum að fylla upp í heila breiðskífu,“ segir Jóhann. En sú breiðskífa kom aldrei út. „Hljómsveitin hætti í lok árs 1977 og meðlimir fóru hver í sína áttina. Platan var tilbúin en kom aldrei út, enda hefðum við líklega ekki fengið mikla spilun,“ segir Jóhann og vísar í reglur Ríkisútvarpsins í þá daga, en þá mátti ekki spila íslensk lög sem voru sungin á ensku eða öðru erlendu tungumáli. „Þá var bara RÚV, engin Rás 2, engar aðrar stöðvar. Spólurnar með upptökunum týndust því við höfðum ekki miklar forsendur til þess að gefa þetta út,“ segir Jóhann. Tvö lög hafa þó komið út með sveitinni á safnskífu. „Við gáfum út lagið Poker sem var sungið af Pálma Gunnarssyni og svo lagið Days Pass Me By sem Helga Möller syngur. Annað efni hefur ekki komið út,“ bætir Jóhann við. Auk útgáfunnar mun hluti sveitarinnar koma saman 30. nóvember næstkomandi á hátíðartónleikum Helgu Möller, sem heldur upp á 40 ára söngafmæli um þessar mundir.Helgason kemur fram með Helgu Möller á hátíðartónleikum hennar 30. nóvember. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jóhann Helgason og félagar hans í hljómsveitinni Celsíus hyggjast gefa út plötu í desember sem var tekin upp fyrir rúmum 35 árum. Platan týndist í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði en fannst í Sýrlandi tveimur áratugum síðar. „Ég rakst á gömlu upptökurnar okkar fyrir algjöra tilviljun. Þær týndust upp úr 1978 og ég fann þær tuttugu árum síðar. Við höfum ætlað að koma þessu efni út og stefnum á að gera það í desember,“ segir Jóhann Helgason, einn meðlima hljómsveitarinnar. Að sögn hans var sveitin stofnuð 1976 og ári síðar var hann fenginn í sveitina ásamt Helgu Möller. Ásamt Helgu og Jóhanni skipuðu hana þeir Pálmi Gunnarsson, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson, Birgir Guðmundsson og Kristján Guðmundsson. „Þeir voru búnir að gera einhver lög þegar við Helga komum inn í sveitina. Við héldum áfram að semja og taka upp og náðum að fylla upp í heila breiðskífu,“ segir Jóhann. En sú breiðskífa kom aldrei út. „Hljómsveitin hætti í lok árs 1977 og meðlimir fóru hver í sína áttina. Platan var tilbúin en kom aldrei út, enda hefðum við líklega ekki fengið mikla spilun,“ segir Jóhann og vísar í reglur Ríkisútvarpsins í þá daga, en þá mátti ekki spila íslensk lög sem voru sungin á ensku eða öðru erlendu tungumáli. „Þá var bara RÚV, engin Rás 2, engar aðrar stöðvar. Spólurnar með upptökunum týndust því við höfðum ekki miklar forsendur til þess að gefa þetta út,“ segir Jóhann. Tvö lög hafa þó komið út með sveitinni á safnskífu. „Við gáfum út lagið Poker sem var sungið af Pálma Gunnarssyni og svo lagið Days Pass Me By sem Helga Möller syngur. Annað efni hefur ekki komið út,“ bætir Jóhann við. Auk útgáfunnar mun hluti sveitarinnar koma saman 30. nóvember næstkomandi á hátíðartónleikum Helgu Möller, sem heldur upp á 40 ára söngafmæli um þessar mundir.Helgason kemur fram með Helgu Möller á hátíðartónleikum hennar 30. nóvember.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira