Hefur talað inn í samtímann í 150 ár 22. nóvember 2013 11:00 "Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri,“ segir Friðrik. Fréttablaðið/Daníel Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne er betur þekkt á Íslandi sem Leyndardómar Snæfellsjökuls, en sú útgáfa brá í ýmsu út af frumtextanum. Friðrik Rafnsson hefur þýtt bókina upp á nýtt og segir hana tala beint inn í okkar samtíma. „Ég komst að því fyrir nokkrum árum að íslenska þýðingin frá 1944 er greinilega ekki þýdd úr frummálinu og er þar að auki endursögð og bætt við köflum í hana sem ekki eru í frumútgáfunni,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi Ferðarinnar að miðju jarðar eftir Jules Verne, um ástæðu þess að hann réðst í að þýða bókina. „Það var reyndar algengt á þeim tíma að þýðingar væru ekki teknar eins alvarlega og nú er gert, en mér fannst samt ástæða til að þessi bók væri til í íslenskri þýðingu sem væri trú frumtextanum.“ Friðrik viðurkennir að hann hafi lengi haft dálitla fordóma gagnvart verkum Vernes, en hann hafi komist að því þegar hann lagðist í lestur þeirra að mun meira væri spunnið í textann en hann hafi haldið. „Ég fór að glíma við að þýða hann og fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að klára það.“ Talar þessi bók ekki beint inn í þá fantasíubylgju sem nú tröllríður bókaútgáfunni? „Jú, Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Vissulega talar sagan inn í samtímann en hún hefur gert það á ýmsum tímum. Það eru 150 ár síðan hún kom út og hún virðist hafa talað til ansi margra allan þann tíma. Hefur til dæmis verið þýdd tíu sinnum á ensku og hefur öðlast þetta sígildi sem góð listaverk hafa.“ Nú hafa verið gerðar tvær kvikmyndir eftir sögunni, halda þær sig við söguþráð Vernes? „Nei, eins og gengur og gerist í kvikmyndaaðlögun skáldverka þá bregða þær töluvert út af honum. Það er einmitt skemmtilegt að bera saman kvikmyndarnar og frumtextann og ég hafði mjög gaman af því að sjá þær kunnandi bókina nánast utan að.“ Friðrik hefur lagst í rannsóknir á viðtökum bókarinnar og segist hafa komist að ýmsu merkilegu. „Það er til dæmis athyglisvert að Frakkar setja Verne algjörlega á stall með Flaubert, Hugo, Balzac og öðrum höfuðskáldum sínum en Bretar og Bandaríkjamenn líta frekar á hann sem barnabóka- og ævintýrahöfund. Það er dálítið merkilegt að sjá þennan menningarmun og það væri gaman ef við hér gætum farið að flokka Verne sem höfund fyrir alla aldurshópa, enda hugsar hann bækur sínar sem fræðandi skemmtilestur fyrir alla.“ Ætlarðu að halda áfram að þýða verk Vernes? „Það fer nú töluvert eftir því hvernig viðtökur þessarar bókar verða en það væri vissulega gaman að gera það ef vel gengur.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne er betur þekkt á Íslandi sem Leyndardómar Snæfellsjökuls, en sú útgáfa brá í ýmsu út af frumtextanum. Friðrik Rafnsson hefur þýtt bókina upp á nýtt og segir hana tala beint inn í okkar samtíma. „Ég komst að því fyrir nokkrum árum að íslenska þýðingin frá 1944 er greinilega ekki þýdd úr frummálinu og er þar að auki endursögð og bætt við köflum í hana sem ekki eru í frumútgáfunni,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi Ferðarinnar að miðju jarðar eftir Jules Verne, um ástæðu þess að hann réðst í að þýða bókina. „Það var reyndar algengt á þeim tíma að þýðingar væru ekki teknar eins alvarlega og nú er gert, en mér fannst samt ástæða til að þessi bók væri til í íslenskri þýðingu sem væri trú frumtextanum.“ Friðrik viðurkennir að hann hafi lengi haft dálitla fordóma gagnvart verkum Vernes, en hann hafi komist að því þegar hann lagðist í lestur þeirra að mun meira væri spunnið í textann en hann hafi haldið. „Ég fór að glíma við að þýða hann og fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að klára það.“ Talar þessi bók ekki beint inn í þá fantasíubylgju sem nú tröllríður bókaútgáfunni? „Jú, Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Vissulega talar sagan inn í samtímann en hún hefur gert það á ýmsum tímum. Það eru 150 ár síðan hún kom út og hún virðist hafa talað til ansi margra allan þann tíma. Hefur til dæmis verið þýdd tíu sinnum á ensku og hefur öðlast þetta sígildi sem góð listaverk hafa.“ Nú hafa verið gerðar tvær kvikmyndir eftir sögunni, halda þær sig við söguþráð Vernes? „Nei, eins og gengur og gerist í kvikmyndaaðlögun skáldverka þá bregða þær töluvert út af honum. Það er einmitt skemmtilegt að bera saman kvikmyndarnar og frumtextann og ég hafði mjög gaman af því að sjá þær kunnandi bókina nánast utan að.“ Friðrik hefur lagst í rannsóknir á viðtökum bókarinnar og segist hafa komist að ýmsu merkilegu. „Það er til dæmis athyglisvert að Frakkar setja Verne algjörlega á stall með Flaubert, Hugo, Balzac og öðrum höfuðskáldum sínum en Bretar og Bandaríkjamenn líta frekar á hann sem barnabóka- og ævintýrahöfund. Það er dálítið merkilegt að sjá þennan menningarmun og það væri gaman ef við hér gætum farið að flokka Verne sem höfund fyrir alla aldurshópa, enda hugsar hann bækur sínar sem fræðandi skemmtilestur fyrir alla.“ Ætlarðu að halda áfram að þýða verk Vernes? „Það fer nú töluvert eftir því hvernig viðtökur þessarar bókar verða en það væri vissulega gaman að gera það ef vel gengur.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp