Biblíur bannaðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi um síðustu helgi hefur vakið nokkra athygli, ekki sízt gagnrýni hennar á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík – þótt hún talaði reyndar undir rós – fyrir að reyna að skera á samskipti skóla og kristinna trúfélaga. ?Sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum,? sagði Hanna Birna. Ráðherrann benti líka á að á sama tíma og börn fengju á vegum skólanna að kynnast margs konar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum væri ?Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista? og ?af alvöru rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.? Einhvers misskilnings hefur gætt hjá þeim sem hafa brugðizt ókvæða við ummælum Hönnu Birnu, til dæmis um að hún vilji trúboð í skólum og sé á móti almennri fræðslu um margvísleg trúarbrögð, önnur en kristindóminn. Hvorugt liggur í orðunum, þvert á móti lagði ráðherrann áherzlu á að skólastarf ætti að ?einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu.? Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áherzla á að nemendur fái fræðslu um kristindóminn, ekki sízt í samhengi við sögu, menningu og siðferðisvitund íslenzku þjóðarinnar. Þetta tvennt verður ekki skilið svo auðveldlega sundur eftir rúmlega þúsund ára samfylgd. Þar er líka lögð áherzlu á að nemendur þekki bæði kirkjuna í sinni heimabyggð og Biblíuna, svo dæmi séu nefnd. Að banna heimsóknir Gídeonfélagsins og hætta kirkjuferðum, eins og ýmsir grunnskólar í Reykjavík hafa gert, rímar illa við þau markmið. Reglur borgaryfirvalda um samskipti skóla og trúfélaga ganga raunar miklu skemmra en fyrstu tillögur Samfylkingarinnar og Bezta flokksins, þar sem átti að úthýsa jólaföndrinu, sálmasöng og helgileikjum úr skólunum, hætta að gefa frí vegna fermingarfræðsluferða og banna prestum að veita áfallahjálp í skólanum. Þær ganga samt lengra en nauðsynlegt er til að vernda hagsmuni þess minnihluta íbúa Reykjavíkur, sem ekki játar kristna trú. Full þörf var á að setja skýrar reglur til að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi og fengju verðug verkefni í staðinn. Borgaryfirvöld féllu hins vegar í þá gryfju, vegna kvartana lítils minnihluta, að taka gamlar og góðar hefðir af meirihlutanum sem hafði aldrei beðið um það. Það er rétt hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að það átti ekki að vera neitt forgangsverkefni. Og gott hjá henni að vekja athygli á því hversu öfugsnúin þessi viðleitni er. Þetta er ágætt umræðuefni núna þegar styttist í aðventuna með sínum rammkristnu hefðum og venjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á kirkjuþingi um síðustu helgi hefur vakið nokkra athygli, ekki sízt gagnrýni hennar á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík – þótt hún talaði reyndar undir rós – fyrir að reyna að skera á samskipti skóla og kristinna trúfélaga. ?Sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum,? sagði Hanna Birna. Ráðherrann benti líka á að á sama tíma og börn fengju á vegum skólanna að kynnast margs konar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum væri ?Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista? og ?af alvöru rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.? Einhvers misskilnings hefur gætt hjá þeim sem hafa brugðizt ókvæða við ummælum Hönnu Birnu, til dæmis um að hún vilji trúboð í skólum og sé á móti almennri fræðslu um margvísleg trúarbrögð, önnur en kristindóminn. Hvorugt liggur í orðunum, þvert á móti lagði ráðherrann áherzlu á að skólastarf ætti að ?einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu.? Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áherzla á að nemendur fái fræðslu um kristindóminn, ekki sízt í samhengi við sögu, menningu og siðferðisvitund íslenzku þjóðarinnar. Þetta tvennt verður ekki skilið svo auðveldlega sundur eftir rúmlega þúsund ára samfylgd. Þar er líka lögð áherzlu á að nemendur þekki bæði kirkjuna í sinni heimabyggð og Biblíuna, svo dæmi séu nefnd. Að banna heimsóknir Gídeonfélagsins og hætta kirkjuferðum, eins og ýmsir grunnskólar í Reykjavík hafa gert, rímar illa við þau markmið. Reglur borgaryfirvalda um samskipti skóla og trúfélaga ganga raunar miklu skemmra en fyrstu tillögur Samfylkingarinnar og Bezta flokksins, þar sem átti að úthýsa jólaföndrinu, sálmasöng og helgileikjum úr skólunum, hætta að gefa frí vegna fermingarfræðsluferða og banna prestum að veita áfallahjálp í skólanum. Þær ganga samt lengra en nauðsynlegt er til að vernda hagsmuni þess minnihluta íbúa Reykjavíkur, sem ekki játar kristna trú. Full þörf var á að setja skýrar reglur til að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi og fengju verðug verkefni í staðinn. Borgaryfirvöld féllu hins vegar í þá gryfju, vegna kvartana lítils minnihluta, að taka gamlar og góðar hefðir af meirihlutanum sem hafði aldrei beðið um það. Það er rétt hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að það átti ekki að vera neitt forgangsverkefni. Og gott hjá henni að vekja athygli á því hversu öfugsnúin þessi viðleitni er. Þetta er ágætt umræðuefni núna þegar styttist í aðventuna með sínum rammkristnu hefðum og venjum.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun