Vilja gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir 27. nóvember 2013 10:20 Eflum íslenskt tónlistarlíf verður haldin á Hressingarskálanum á fimmtudaginn. Kristján Haraldsson er einn skipuleggjenda. MYND/Úr einkasafni „Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira