Kæra Miley Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Hættu nú alveg. Ég er engin tepra en þessi tunga drepur mig! NORDICPHOTOS/GETTY Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur! Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur!
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira