Markaðurinn vill lífrænan kjúkling Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Arndís Thorarensen kaupir frosna lífræna kjúklinga frá Danmörku. fréttablaðið/vilhelm „Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar. Sala á lífrænum kjúklingi úti í heimi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar á meðal í Skandinavíu. Hér á landi eru slíkir kjúklingar ekki framleiddir og hefur Arndís því þurft að panta þá frosna frá Danmörku fyrir verslun sína. „Það hefur verið tekið ágætlega í þetta. Viðskiptavinir okkar sækjast eftir svona vörum. Ef við myndum auglýsa almennilega er ég viss um að það væri enn meiri áhugi,“ segir Arndís. Hún segir að færri fuglar séu á hvern fermetra í lífrænu ræktuninni en hinni hefðbundu, eða tíu á hvern fermetra í búinu þar sem hún kaupir frosna kjúklinginn á móti nítján sem kjúklingabú hafa leyfi fyrir hér heima. Auk þess eru dönsku kjúklingarnir á lífrænu fóðri, fá að fara út undir bert loft og eru ekki í gluggalausum rýmum. Þeir mega ekki heldur þyngjast meira en 35 grömm á dag. „Þetta eru eðlilegri aðstæður fyrir dýrin og þarna er bæði verið að hugsa um heilnæmi fæðunnar og meðferð dýranna.“ Að sögn Arndísar er meira kjötbragð af lífrænum kjúklingum heldur en venjulegum og mjölbragðið er minna. „Við segjum oft að ódýr matur sé dýrasta blekkingin í dag. Ef þú kaupir lífræna vöru ertu að kaupa vottun um gæði. Fólk er orðið miklu upplýstara um að það er verið að bæta efnum í mat sem það kærir sig ekki um.“ Hún viðurkennir að lífræni kjúklingurinn sem hún selur sé dýrari en hinn hefðbundni. Þannig kostar 1.200 gramma lífrænn kjúklingur 1.449 krónur á tilboði hjá henni. „Það væri miklu betra ef þetta væri framleitt á Íslandi,“ segir hún og hvetur framleiðendur til að stíga skref í átt að lífrænni framleiðslu. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar. Sala á lífrænum kjúklingi úti í heimi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar á meðal í Skandinavíu. Hér á landi eru slíkir kjúklingar ekki framleiddir og hefur Arndís því þurft að panta þá frosna frá Danmörku fyrir verslun sína. „Það hefur verið tekið ágætlega í þetta. Viðskiptavinir okkar sækjast eftir svona vörum. Ef við myndum auglýsa almennilega er ég viss um að það væri enn meiri áhugi,“ segir Arndís. Hún segir að færri fuglar séu á hvern fermetra í lífrænu ræktuninni en hinni hefðbundu, eða tíu á hvern fermetra í búinu þar sem hún kaupir frosna kjúklinginn á móti nítján sem kjúklingabú hafa leyfi fyrir hér heima. Auk þess eru dönsku kjúklingarnir á lífrænu fóðri, fá að fara út undir bert loft og eru ekki í gluggalausum rýmum. Þeir mega ekki heldur þyngjast meira en 35 grömm á dag. „Þetta eru eðlilegri aðstæður fyrir dýrin og þarna er bæði verið að hugsa um heilnæmi fæðunnar og meðferð dýranna.“ Að sögn Arndísar er meira kjötbragð af lífrænum kjúklingum heldur en venjulegum og mjölbragðið er minna. „Við segjum oft að ódýr matur sé dýrasta blekkingin í dag. Ef þú kaupir lífræna vöru ertu að kaupa vottun um gæði. Fólk er orðið miklu upplýstara um að það er verið að bæta efnum í mat sem það kærir sig ekki um.“ Hún viðurkennir að lífræni kjúklingurinn sem hún selur sé dýrari en hinn hefðbundni. Þannig kostar 1.200 gramma lífrænn kjúklingur 1.449 krónur á tilboði hjá henni. „Það væri miklu betra ef þetta væri framleitt á Íslandi,“ segir hún og hvetur framleiðendur til að stíga skref í átt að lífrænni framleiðslu.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira