Ungu stelpunum ekki hent út fyrir fallbyssur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Guðmunda á ferðinni gegn Aftureldingu síðastliðið sumar. Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira