Prinsinn með augu á krúnu Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 06:30 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega enginn við því að formúlan eignaðist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú annaðhvort fallin eða í mikilli hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magnaða metár Sebastians Vettel. Sebastian Vettel hefur þegar hreinsað upp helstu aldursmetin í formúlunni enda talsvert yngri en þegar Schumacher komst í flokk þeirra bestu en jafnframt því hafa yfirburðir þessa 26 ára Þjóðverja verið slíkir að fá met standa nú eftir óhögguð. Níu sigrar Sebastians Vettel í röð á 91 degi eftir að formúlan kom aftur úr sumarfríi í ágúst teljast nú örugglega hans stærsta afrek til þessa á mögnuðum ferli sem er þó bara rétt að byrja. Vettel missti hvorki einbeitingu né hungur við að tryggja sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Hann hélt áfram og varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili. Vettel jafnaði einnig met Ítalans Alberto Ascari sem vann níu keppnir í röð á árunum 1952 og 1953 og komst upp að hlið Michaels Schumacher með því að vinna þrettánda kappaksturinn í röð á tímabilinu. Schumacher náði því árið 2004 en mót ársins voru þá einu færri en í ár.Michael Schumacher tjáði sig um afrek Sebastians Vettel í viðtali á vegum Mercedes-liðsins sem birtist á YouTube-vefnum. „Hann vann þrettán keppnir en liðsfélagi hans Mark Webber vann enga. Það er sjokkerandi. Ég er feginn að vera ekki liðsfélagi hans,“ sagði Michael Schumacher en Mark Webber hætti í formúlunni eftir tímabilið. Schumacher fagnar samt árangri landa síns. „Ef einhver getur bætt öll þessi met þá vil ég að það verði hann,“ bætti Schumacher við. Það kvarta örugglega margir yfir spennulausri formúlu enda gengur áætlun Sebastians Vettel oftast fullkomlega upp. Hann er á frábærum bíl og er oftast í fremstu röð í ræsingu. Það gefur honum jafnan færi á að komast í forystu í upphafi keppni og keyra síðan fremstur alla leið í mark. Hann er bara 26 ára gamall en heimsmeistaratitlarnir eru þegar orðnir fjórir. Á sama aldri var Schumacher nýbúinn að landa öðrum titli sínum en vann síðan ekki þann þriðja fyrr en fimm árum síðar. Þá tóku við mestu yfirburðir í sögu formúlu eitt þegar Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Það er svo sem ekkert annað í spilunum en að Vettel jafni það met árið 2014. Aðdáendur formúlu eitt vilja að sjálfsögðu meiri keppni en hver getur ekki annað en dáðst að hinum léttlynda og hógværa Þjóðverja Sebastian Vettel sem verður eftir nokkur ár búinn að hrifsa krúnuna af Schumacher.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AFPMynd/NordicPhotos/Getty Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega enginn við því að formúlan eignaðist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú annaðhvort fallin eða í mikilli hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magnaða metár Sebastians Vettel. Sebastian Vettel hefur þegar hreinsað upp helstu aldursmetin í formúlunni enda talsvert yngri en þegar Schumacher komst í flokk þeirra bestu en jafnframt því hafa yfirburðir þessa 26 ára Þjóðverja verið slíkir að fá met standa nú eftir óhögguð. Níu sigrar Sebastians Vettel í röð á 91 degi eftir að formúlan kom aftur úr sumarfríi í ágúst teljast nú örugglega hans stærsta afrek til þessa á mögnuðum ferli sem er þó bara rétt að byrja. Vettel missti hvorki einbeitingu né hungur við að tryggja sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Hann hélt áfram og varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili. Vettel jafnaði einnig met Ítalans Alberto Ascari sem vann níu keppnir í röð á árunum 1952 og 1953 og komst upp að hlið Michaels Schumacher með því að vinna þrettánda kappaksturinn í röð á tímabilinu. Schumacher náði því árið 2004 en mót ársins voru þá einu færri en í ár.Michael Schumacher tjáði sig um afrek Sebastians Vettel í viðtali á vegum Mercedes-liðsins sem birtist á YouTube-vefnum. „Hann vann þrettán keppnir en liðsfélagi hans Mark Webber vann enga. Það er sjokkerandi. Ég er feginn að vera ekki liðsfélagi hans,“ sagði Michael Schumacher en Mark Webber hætti í formúlunni eftir tímabilið. Schumacher fagnar samt árangri landa síns. „Ef einhver getur bætt öll þessi met þá vil ég að það verði hann,“ bætti Schumacher við. Það kvarta örugglega margir yfir spennulausri formúlu enda gengur áætlun Sebastians Vettel oftast fullkomlega upp. Hann er á frábærum bíl og er oftast í fremstu röð í ræsingu. Það gefur honum jafnan færi á að komast í forystu í upphafi keppni og keyra síðan fremstur alla leið í mark. Hann er bara 26 ára gamall en heimsmeistaratitlarnir eru þegar orðnir fjórir. Á sama aldri var Schumacher nýbúinn að landa öðrum titli sínum en vann síðan ekki þann þriðja fyrr en fimm árum síðar. Þá tóku við mestu yfirburðir í sögu formúlu eitt þegar Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Það er svo sem ekkert annað í spilunum en að Vettel jafni það met árið 2014. Aðdáendur formúlu eitt vilja að sjálfsögðu meiri keppni en hver getur ekki annað en dáðst að hinum léttlynda og hógværa Þjóðverja Sebastian Vettel sem verður eftir nokkur ár búinn að hrifsa krúnuna af Schumacher.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AFPMynd/NordicPhotos/Getty
Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira