Bjóða bankalaus kortaviðskipti Haraldur Guðmundsson skrifar 5. desember 2013 07:15 Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort, segir að inneignarkortum fari ört fjölgandi í heiminum. Fréttablaðið/Daníel. „Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira