Er með sængina í skottinu Símon Birgisson skrifar 6. desember 2013 13:00 Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ferðast um landið og safnar frásögum Íslendinga. Mynd/Tómas „Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira