Ert þú aldrei í vinnunni? Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun