Laufabrauðsát er fyrsta verk Ásgeirs Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. desember 2013 10:00 Ásgeir kemur fram ásamt hljómsveit sinni á þrennum tónleikum á Íslandi á milli jóla og nýárs. fréttablaðið/arnþór „Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira