„Tókum óvart lagið Vor í Vaglaskógi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. desember 2013 10:00 Hljómsveitin Kaleo er ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. mynd/raggi óla „Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi. Kaleo Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi.
Kaleo Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira