Ólæsi Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Fyrir rúmum hundrað árum var það kappsmál að sem flestir kynnu að lesa. Auðvitað er það enn svo, en nú spyr ég: er þörfin jafn mikil nú og hún var þá? Ég vil að við einskorðum okkur við menntakerfishugtakið „að lesa sér til gagns“, en stór hluti barna, einkum drengja, hefur samkvæmt nýlegum könnunum ekki hæfileikann til þess. Við erum sem sagt ekki að tala um að geta lesið einstök orð eins og „háspenna/lífshætta“ utan á spennustöðum eða „sápa“ utan á sápuflöskum. Ástandið er ekki svo slæmt að þegnar framtíðarinnar muni ótt og títt fá raflost og drekka sápu. Hugtakið snýr fremur að því að geta nært fróðleiksfýsn sína með lestri og að geta látið texta hverfa með sig inn í heim skáldskapar. Í dag höfum við mikið framboð af öðru sem mætir þessum þörfum. Sumt hentar jafnvel betur en lestur. Það er léttara að læra að blanda mojito af myndbandi heldur en með skrifuðum leiðbeiningum. Það er líka léttara og fljótlegra að setja sig í spor sjóræningja með því að spila tölvuleikinn Assassin's Creed IV: Black Flag heldur en að lesa Gulleyjuna eftir Robert Louis Stevenson. Við ættum öll, einkum umsjónarmenn menntakerfisins, að horfast í augu við þá staðreynd að myndbönd, tölvuleikir og skýringarteikningar munu sífellt verða stærri hluti af skilningsvökum okkar. Þeir sem eru ekki sammála því munu aldrei leysa vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Já.Vandamálið. Því þrátt fyrir allt sem sagt er hér að ofan þá er það vandamál ef fólk getur ekki lesið sér til gagns því lestur er ótilviksbundin miðlun upplýsinga. Það þýðir að texti tryggir þér sjálfstæðari og óháðari sýn gagnvart viðfangsefninu en til dæmis kennslumyndbönd. Texti miðlar djúpum og alltumlykjandi tilfinningum eins og samúð betur og útskýrir hárnákvæm og flókin hugtök, þar sem misskilnings má ekki gæta, oftast einnig betur. Þess vegna verða lög og reglur líklega alltaf í textaformi. Ef þið skiljið ekki hvað ég á við, þá bendi ég ykkur á að taka PISA-könnunina og skoða útkomuna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Fyrir rúmum hundrað árum var það kappsmál að sem flestir kynnu að lesa. Auðvitað er það enn svo, en nú spyr ég: er þörfin jafn mikil nú og hún var þá? Ég vil að við einskorðum okkur við menntakerfishugtakið „að lesa sér til gagns“, en stór hluti barna, einkum drengja, hefur samkvæmt nýlegum könnunum ekki hæfileikann til þess. Við erum sem sagt ekki að tala um að geta lesið einstök orð eins og „háspenna/lífshætta“ utan á spennustöðum eða „sápa“ utan á sápuflöskum. Ástandið er ekki svo slæmt að þegnar framtíðarinnar muni ótt og títt fá raflost og drekka sápu. Hugtakið snýr fremur að því að geta nært fróðleiksfýsn sína með lestri og að geta látið texta hverfa með sig inn í heim skáldskapar. Í dag höfum við mikið framboð af öðru sem mætir þessum þörfum. Sumt hentar jafnvel betur en lestur. Það er léttara að læra að blanda mojito af myndbandi heldur en með skrifuðum leiðbeiningum. Það er líka léttara og fljótlegra að setja sig í spor sjóræningja með því að spila tölvuleikinn Assassin's Creed IV: Black Flag heldur en að lesa Gulleyjuna eftir Robert Louis Stevenson. Við ættum öll, einkum umsjónarmenn menntakerfisins, að horfast í augu við þá staðreynd að myndbönd, tölvuleikir og skýringarteikningar munu sífellt verða stærri hluti af skilningsvökum okkar. Þeir sem eru ekki sammála því munu aldrei leysa vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Já.Vandamálið. Því þrátt fyrir allt sem sagt er hér að ofan þá er það vandamál ef fólk getur ekki lesið sér til gagns því lestur er ótilviksbundin miðlun upplýsinga. Það þýðir að texti tryggir þér sjálfstæðari og óháðari sýn gagnvart viðfangsefninu en til dæmis kennslumyndbönd. Texti miðlar djúpum og alltumlykjandi tilfinningum eins og samúð betur og útskýrir hárnákvæm og flókin hugtök, þar sem misskilnings má ekki gæta, oftast einnig betur. Þess vegna verða lög og reglur líklega alltaf í textaformi. Ef þið skiljið ekki hvað ég á við, þá bendi ég ykkur á að taka PISA-könnunina og skoða útkomuna!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun