„Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr.
Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði.

Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“
Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“
