Áhugi almennings á hlutabréfum eykst Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2013 07:45 Íslensk heimili eiga á milli fimm og sex prósent af hlutabréfamarkaðinum. Fréttablaðið/Stefán „Hlutafjárútboð N1 staðfestir það sem við höfum séð í öðrum útboðum á árinu að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðinum er að aukast og hann er að koma aftur inn á markaðinn,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk síðastliðinn mánudag. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. „Þessi mikli fjöldi, og það hversu lítið kom í hlut hvers og eins, sýnir hvað áhuginn var mikill,“ segir Magnús og bendir á önnur dæmi um mikla eftirspurn í hlutafjárútboðum fyrr á árinu. Mikil þátttaka er að sögn Magnúsar ekki eina vísbendingin um að almennir fjárfestar sæki í auknum mæli inn á hlutabréfamarkaðinn. Sú þróun sést einnig í tölum um hlutabréfasjóði sem Seðlabanki Íslands tekur saman. „Þegar maður lítur á verðbréfamarkaðinn í heild þá hafa heimilin fylgt öðrum inn á markaðinn og rúmlega það. Eignir hlutabréfasjóða voru í árslok 2012 rúmlega 38 milljarðar en voru komnar í um 71 milljarð í lok október. Þar af hefur bein eign heimilanna í þessum sjóðum farið úr tæplega níu milljörðum í árslok 2012 í 16,4 milljarða í lok október.“ Bein eignaraðild íslenskra heimila á hlutabréfamarkaðinum er að sögn Magnúsar á milli fimm og sex prósent af heildinni. Árið 2002 var hún um sautján prósent og á mánuðunum fyrir efnahagshrunið um ellefu og hálft prósent. „Við eigum ennþá svolítið í land ef við ætlum að ná hlutfallinu upp í það sem það var á árunum fyrir hrun og almenningur á töluvert inni.“ Spurður hvort auka þurfi enn frekar trú almennings á hlutabréfamarkaðinum segir Magnús að þar sé enn verk að vinna við að bæta úr áhrifum hrunsins. „Ég held að menn hafi lært ýmislegt á þeim útboðum sem hafa verið haldin hingað til og menn séu að reyna að vanda sig þar,“ segir Magnús. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Hlutafjárútboð N1 staðfestir það sem við höfum séð í öðrum útboðum á árinu að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðinum er að aukast og hann er að koma aftur inn á markaðinn,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk síðastliðinn mánudag. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. „Þessi mikli fjöldi, og það hversu lítið kom í hlut hvers og eins, sýnir hvað áhuginn var mikill,“ segir Magnús og bendir á önnur dæmi um mikla eftirspurn í hlutafjárútboðum fyrr á árinu. Mikil þátttaka er að sögn Magnúsar ekki eina vísbendingin um að almennir fjárfestar sæki í auknum mæli inn á hlutabréfamarkaðinn. Sú þróun sést einnig í tölum um hlutabréfasjóði sem Seðlabanki Íslands tekur saman. „Þegar maður lítur á verðbréfamarkaðinn í heild þá hafa heimilin fylgt öðrum inn á markaðinn og rúmlega það. Eignir hlutabréfasjóða voru í árslok 2012 rúmlega 38 milljarðar en voru komnar í um 71 milljarð í lok október. Þar af hefur bein eign heimilanna í þessum sjóðum farið úr tæplega níu milljörðum í árslok 2012 í 16,4 milljarða í lok október.“ Bein eignaraðild íslenskra heimila á hlutabréfamarkaðinum er að sögn Magnúsar á milli fimm og sex prósent af heildinni. Árið 2002 var hún um sautján prósent og á mánuðunum fyrir efnahagshrunið um ellefu og hálft prósent. „Við eigum ennþá svolítið í land ef við ætlum að ná hlutfallinu upp í það sem það var á árunum fyrir hrun og almenningur á töluvert inni.“ Spurður hvort auka þurfi enn frekar trú almennings á hlutabréfamarkaðinum segir Magnús að þar sé enn verk að vinna við að bæta úr áhrifum hrunsins. „Ég held að menn hafi lært ýmislegt á þeim útboðum sem hafa verið haldin hingað til og menn séu að reyna að vanda sig þar,“ segir Magnús.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira