Sorglegustu atburðirnir tóku á Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 19. desember 2013 12:00 Illugi jökulsson reifar sögu sjómanna sem störfuðu við erfiðar aðstæður. Upphaflega hafði Illugi í hyggju að rannsaka slysin og skrifa um þau grein en eftir að hafa grúskað í þessum málum áttaði hann sig á því að grein myndi ekki gera þeim nægilega góð skil, svo úr varð þessi bók. Bókin skiptist í frásagnir bæði um hörmuleg banaslys og einnig aðrar sem enda betur þar sem hluta af áhöfn eða jafnvel allri er bjargað á hetjulegan hátt. Viðtökurnar við bókinni hafa verið góðar, og vonast Illugi til að hún nái að kveikja áhuga á þessum málum, því sagan sé merkileg og mikilvægt að hún gleymist ekki. „Ég fann heimildirnar fyrir bókina í bókum og blöðum. Það er enginn enn á lífi sem lifði þessa atburði svo ég þurfti að reiða mig á ritaðar heimildir. Höfundar á borð við mig munu aldrei ná að þakka vefsíðunni timarit.is nógsamlega fyrir allar heimildirnar sem hún hefur gert aðgengilegar.“ Illugi segir að þetta heimildagrúsk hafi verið erfitt á tímabili vegna þess hve átakanlegar frásagnirnar eru sem hann þurfti að kafa í. „Það sem mér fannst erfiðast var að horfast í augu við glannaskapinn sem fólk sýndi bæði eigin örlögum og annarra. Útgerðarmennirnir sýndu lífi sjómanna oft á tíðum átakanlegt skeytingarleysi, en sægreifarnir í þá daga voru engin lömb að leika sér við, ekki frekar en núna. Eitt dæmið í bókinni segir frá því þegar skipshöfn er bjargað frá bana af öðrum báti en skipstjóri björgunarbátsins er skammaður fyrir vikið. „Þessi tiltekni skipstjóri fékk skömm í hattinn frá útgerðinni fyrir að eyða tíma í björgunarstarf þegar hann átti að vera að sinna sinni vinnu. Munurinn frá því á þessum tíma og núna er hins vegar sá að í dag eru bæði sjómenn og útgerðarmenn til stakrar fyrirmyndar hvað öryggismálin varðar en það var allt annað uppi á teningnum á þessum tíma. Þessir sjómenn, forfeður okkar, voru að takast á við fárviðri í opnum bátum við hörmulegar aðstæður. Einhvern veginn var ætlast til þess að menn þyldu það og litu á það sem eðlilegan hlut hve tvísýnt væri þegar á sjóinn væri farið, hvort þeir myndu eiga þaðan afturkvæmt. Þeir voru syrgðir sem drukknuðu, en ekkert sérstaklega hugað að líðan aðstandenda, engin áfallahjálp eða sálusorgarar eins og í dag.“ Á þessum tíma fórust allt að því hundruð manna í óveðrum á ári hverju, og dæmi voru um að 20 manna áhöfn hyrfi sporlaust á hafi og aldrei hafi spurst til þeirra. „Sjómennskan var sá atvinnuvegur sem blasti við mönnum, hún hjálpaði þeim að sjá fyrir sér og sínum. Sjávarútvegurinn var mjög arðbær þá eins og nú, en það var sorglega lítið gert í öryggismálum. Þessar sögur segi ég og skrifa í læsilegum stíl svo bókin sé aðgengileg sem flestum sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Það gnísti þó stundum í tönnum að skrifa um allra sorglegustu atburðina.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Upphaflega hafði Illugi í hyggju að rannsaka slysin og skrifa um þau grein en eftir að hafa grúskað í þessum málum áttaði hann sig á því að grein myndi ekki gera þeim nægilega góð skil, svo úr varð þessi bók. Bókin skiptist í frásagnir bæði um hörmuleg banaslys og einnig aðrar sem enda betur þar sem hluta af áhöfn eða jafnvel allri er bjargað á hetjulegan hátt. Viðtökurnar við bókinni hafa verið góðar, og vonast Illugi til að hún nái að kveikja áhuga á þessum málum, því sagan sé merkileg og mikilvægt að hún gleymist ekki. „Ég fann heimildirnar fyrir bókina í bókum og blöðum. Það er enginn enn á lífi sem lifði þessa atburði svo ég þurfti að reiða mig á ritaðar heimildir. Höfundar á borð við mig munu aldrei ná að þakka vefsíðunni timarit.is nógsamlega fyrir allar heimildirnar sem hún hefur gert aðgengilegar.“ Illugi segir að þetta heimildagrúsk hafi verið erfitt á tímabili vegna þess hve átakanlegar frásagnirnar eru sem hann þurfti að kafa í. „Það sem mér fannst erfiðast var að horfast í augu við glannaskapinn sem fólk sýndi bæði eigin örlögum og annarra. Útgerðarmennirnir sýndu lífi sjómanna oft á tíðum átakanlegt skeytingarleysi, en sægreifarnir í þá daga voru engin lömb að leika sér við, ekki frekar en núna. Eitt dæmið í bókinni segir frá því þegar skipshöfn er bjargað frá bana af öðrum báti en skipstjóri björgunarbátsins er skammaður fyrir vikið. „Þessi tiltekni skipstjóri fékk skömm í hattinn frá útgerðinni fyrir að eyða tíma í björgunarstarf þegar hann átti að vera að sinna sinni vinnu. Munurinn frá því á þessum tíma og núna er hins vegar sá að í dag eru bæði sjómenn og útgerðarmenn til stakrar fyrirmyndar hvað öryggismálin varðar en það var allt annað uppi á teningnum á þessum tíma. Þessir sjómenn, forfeður okkar, voru að takast á við fárviðri í opnum bátum við hörmulegar aðstæður. Einhvern veginn var ætlast til þess að menn þyldu það og litu á það sem eðlilegan hlut hve tvísýnt væri þegar á sjóinn væri farið, hvort þeir myndu eiga þaðan afturkvæmt. Þeir voru syrgðir sem drukknuðu, en ekkert sérstaklega hugað að líðan aðstandenda, engin áfallahjálp eða sálusorgarar eins og í dag.“ Á þessum tíma fórust allt að því hundruð manna í óveðrum á ári hverju, og dæmi voru um að 20 manna áhöfn hyrfi sporlaust á hafi og aldrei hafi spurst til þeirra. „Sjómennskan var sá atvinnuvegur sem blasti við mönnum, hún hjálpaði þeim að sjá fyrir sér og sínum. Sjávarútvegurinn var mjög arðbær þá eins og nú, en það var sorglega lítið gert í öryggismálum. Þessar sögur segi ég og skrifa í læsilegum stíl svo bókin sé aðgengileg sem flestum sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Það gnísti þó stundum í tönnum að skrifa um allra sorglegustu atburðina.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp