Botnleðja í keppni við Geirmund Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 10:30 Helstu slagarar Botnleðju munu heyrast í skemmtaraútgáfu á Jólaplöggi Record Records um helgina. fréttablaðið/anton brink „Skemmtarinn hefur átt undir höggi að sækja að undanförnu og Geirmundur hefur verið einráður á skemmtaramarkaðnum,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju, sem kemur fram á Jólaplöggi Record Records um næstu helgi. Heiðar er þó eini meðlimur sveitarinnar sem kemur þar fram. „Ég verð þarna með gítarinn en Þröstur skrítni á Skerseyrarveginum verður mér til halds og trausts á skemmtaranum,“ útskýrir Heiðar. Heiðar og Þröstur ætla leika lög Botnleðju í skemmtaraútgáfu en einnig má segja að útgáfan verði léttsvinguð. „Halli trommari og Raggi bassaleikari komust ekki á Jólaplöggið og var skemmtarinn því besta lausnin en þetta verður mjög skemmtilegt.“ Þetta verður líklega í eina skiptið sem aðdáendur Botnleðju geta léð skemmtaraútgáfunni eyra. Jólaplögg Record Records fer fram næstkomandi laugardagskvöld á Harlem og á Gamla Gauknum. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Skemmtarinn hefur átt undir höggi að sækja að undanförnu og Geirmundur hefur verið einráður á skemmtaramarkaðnum,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju, sem kemur fram á Jólaplöggi Record Records um næstu helgi. Heiðar er þó eini meðlimur sveitarinnar sem kemur þar fram. „Ég verð þarna með gítarinn en Þröstur skrítni á Skerseyrarveginum verður mér til halds og trausts á skemmtaranum,“ útskýrir Heiðar. Heiðar og Þröstur ætla leika lög Botnleðju í skemmtaraútgáfu en einnig má segja að útgáfan verði léttsvinguð. „Halli trommari og Raggi bassaleikari komust ekki á Jólaplöggið og var skemmtarinn því besta lausnin en þetta verður mjög skemmtilegt.“ Þetta verður líklega í eina skiptið sem aðdáendur Botnleðju geta léð skemmtaraútgáfunni eyra. Jólaplögg Record Records fer fram næstkomandi laugardagskvöld á Harlem og á Gamla Gauknum.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira