Helgarmaturinn - Kjúklingarisotto Marín Manda skrifar 20. desember 2013 12:15 Sandra Fairbairn Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira