Verða að vera bækur undir jólatrénu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 12:00 Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ Menning Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“
Menning Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp