Söng með þekktustu sópransöngkonu í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 11:15 Andri Björn Róbertsson kemur fram með Kór Langholtskirkju í kvöld og um helgina. fréttablaðið/daníel „Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp