Misskilinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 00:01 Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. Sú sagðist reglulega rekast á texta eftir mig. Ég sagðist kunna vel við íþróttafréttamennskuna. Hún spurði hins vegar hvort mér hefði aldrei litist á kennarastarfið. Þannig er mál með vexti að eftir nokkur ár í starfi verkfræðings sótti ég mér kennsluréttindi samhliða námi í blaðamennsku. Mér leist ágætlega á starf stærðfræðikennarans og ljóst að virðing mín fyrir kennslustarfinu jókst enn frekar þegar ég kynntist því í gegnum námið. „Nei, kennarastarfið er fyrir algjöra lúsera,“ svaraði ég í því sem ég taldi vera augljóst grín. Þrátt fyrir þrjár tilraunir til þess að útskýra að ég væri ekki sá hálfviti sem svar mitt bar með sér skildu leiðir án þess að viðkomandi væri sannfærð. Líklega hefur spilað inn í að ungfrúin er á lokasprettinum í kennaranáminu. Fyrir nokkrum árum gisti pólsk stelpa tvær nætur á sófanum á ferðalagi sínu á Fróni. Smá gleðskapur var um kvöldið og vinafólk í heimsókn. Sú pólska var heldur óframfærin og feimin ólíkt flestum sem nýta sér gestrisni ókunnugra. Á meðan við hin spjölluðum og hlógum fékk hún lánaða tölvuna mína og sat límd við skjáinn. Einhver hægagangur var á netinu og vakti gesturinn máls á því. Svaraði ég um hæl að tölvan mín færi að hökta um leið og fólk færi að skoða klám. Áður en ég gat breytt alvarlegum svip mínum í bros var sófagesturinn byrjaður að afsaka sig í bak og fyrir. Hún væri sko ALLS EKKI að skoða klám. Hvernig dytti mér það í hug? Úr varð heldur vandræðalegt augnablik í stofunni á Framnesveginum og lítið hlegið. Í níu af hverjum tíu tilfellum er útkoman úr léttu hneykslunargríni bros og hlátur. Þessi einstöku skipti sem brandarinn fer út um þúfur geta hins vegar verið í meira lagi vandræðaleg. Líkurnar á því að ég muni af þeim sökum láta af því? Engar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. Sú sagðist reglulega rekast á texta eftir mig. Ég sagðist kunna vel við íþróttafréttamennskuna. Hún spurði hins vegar hvort mér hefði aldrei litist á kennarastarfið. Þannig er mál með vexti að eftir nokkur ár í starfi verkfræðings sótti ég mér kennsluréttindi samhliða námi í blaðamennsku. Mér leist ágætlega á starf stærðfræðikennarans og ljóst að virðing mín fyrir kennslustarfinu jókst enn frekar þegar ég kynntist því í gegnum námið. „Nei, kennarastarfið er fyrir algjöra lúsera,“ svaraði ég í því sem ég taldi vera augljóst grín. Þrátt fyrir þrjár tilraunir til þess að útskýra að ég væri ekki sá hálfviti sem svar mitt bar með sér skildu leiðir án þess að viðkomandi væri sannfærð. Líklega hefur spilað inn í að ungfrúin er á lokasprettinum í kennaranáminu. Fyrir nokkrum árum gisti pólsk stelpa tvær nætur á sófanum á ferðalagi sínu á Fróni. Smá gleðskapur var um kvöldið og vinafólk í heimsókn. Sú pólska var heldur óframfærin og feimin ólíkt flestum sem nýta sér gestrisni ókunnugra. Á meðan við hin spjölluðum og hlógum fékk hún lánaða tölvuna mína og sat límd við skjáinn. Einhver hægagangur var á netinu og vakti gesturinn máls á því. Svaraði ég um hæl að tölvan mín færi að hökta um leið og fólk færi að skoða klám. Áður en ég gat breytt alvarlegum svip mínum í bros var sófagesturinn byrjaður að afsaka sig í bak og fyrir. Hún væri sko ALLS EKKI að skoða klám. Hvernig dytti mér það í hug? Úr varð heldur vandræðalegt augnablik í stofunni á Framnesveginum og lítið hlegið. Í níu af hverjum tíu tilfellum er útkoman úr léttu hneykslunargríni bros og hlátur. Þessi einstöku skipti sem brandarinn fer út um þúfur geta hins vegar verið í meira lagi vandræðaleg. Líkurnar á því að ég muni af þeim sökum láta af því? Engar.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun