Virði Plain Vanilla hefur aukist tífalt Freyr Bjarnason skrifar 27. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, hefur samanlagt fengið um þrjá milljarða króna inn í fyrirtækið. Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira