Nýtt ár – sama kjaftæðið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. desember 2013 06:00 Jæja, þá er komið að því. Nú árið er senn liðið og nýtt að ganga í garð með öllu sem því fylgir. Annálarnir fara að birtast hér og þar. Völvan skýtur upp kollinum (hvað gerir hún alla aðra daga?). Menn, konur og hetjur ársins verða til og Ríkisútvarpið býr sig undir áhorfstölur sem sjást enga aðra daga nema þennan eina klukkutíma á gamlárskvöld. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar birta líka greinar í blöðunum; formenn ríkisstjórnarflokkanna fjalla um hversu frábær ríkisstjórnin er en formenn stjórnarandstöðuflokkanna um það hvað hún er ömurleg. Nákvæmlega sömu greinar og í fyrra – nema nú hefur hlutverkunum verið víxlað. Þeir munu líka mæta í fjölmiðla á gamlársdag og ræða málin; formenn ríkisstjórnarflokkanna munu lýsa því yfir að þeir séu að bjarga landinu (jafnvel heimilunum) en formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ríkisstjórnin sé að fara með okkur þráðbeint til helvítis. Hljómar kunnuglega? Það ætti að gera það því við fáum að heyra þessa möntru á hverju einasta ári. Margir nota tækifærið sem áramótin geta verið sem nokkurs konar nýtt upphaf og strengja áramótaheit. Flestir vilja venja sig af einhverjum ósiðum; hætta að reykja, reyna að hreyfa sig meira, borða hollari mat eða vera duglegri í vinnunni. Svo eru aðrir sem reyna að gera sig að betri manneskjum; elska meira, fyrirgefa, hrósa, brosa og svo framvegis. Þessi ljúfa hefð virðist hafa farið fullkomlega fram hjá stjórnmálamönnunum okkar. Að minnsta kosti þetta með að standa sig betur í vinnunni, vera ekki þrasgjarn, dómharður eða hreint út sagt leiðinlegur við annað fólk. Því ef svo væri þá væri ekki hvert einasta ár í pólitíkinni eins og bíómyndin Groundhog Day; nýtt ár – nákvæmlega sama gamla kjaftæðið. Væri það nú ekki hressandi ef stjórnmálamennirnir okkar myndu fylgja fordæmi fjölmargra landsmanna og einsettu sér að verða örlítið betri hver við annan, betri manneskjur, á nýju ári? Við gerum ekki einu sinni þá kröfu að þeim myndi takast það – það að reyna væri alveg nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Jæja, þá er komið að því. Nú árið er senn liðið og nýtt að ganga í garð með öllu sem því fylgir. Annálarnir fara að birtast hér og þar. Völvan skýtur upp kollinum (hvað gerir hún alla aðra daga?). Menn, konur og hetjur ársins verða til og Ríkisútvarpið býr sig undir áhorfstölur sem sjást enga aðra daga nema þennan eina klukkutíma á gamlárskvöld. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar birta líka greinar í blöðunum; formenn ríkisstjórnarflokkanna fjalla um hversu frábær ríkisstjórnin er en formenn stjórnarandstöðuflokkanna um það hvað hún er ömurleg. Nákvæmlega sömu greinar og í fyrra – nema nú hefur hlutverkunum verið víxlað. Þeir munu líka mæta í fjölmiðla á gamlársdag og ræða málin; formenn ríkisstjórnarflokkanna munu lýsa því yfir að þeir séu að bjarga landinu (jafnvel heimilunum) en formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ríkisstjórnin sé að fara með okkur þráðbeint til helvítis. Hljómar kunnuglega? Það ætti að gera það því við fáum að heyra þessa möntru á hverju einasta ári. Margir nota tækifærið sem áramótin geta verið sem nokkurs konar nýtt upphaf og strengja áramótaheit. Flestir vilja venja sig af einhverjum ósiðum; hætta að reykja, reyna að hreyfa sig meira, borða hollari mat eða vera duglegri í vinnunni. Svo eru aðrir sem reyna að gera sig að betri manneskjum; elska meira, fyrirgefa, hrósa, brosa og svo framvegis. Þessi ljúfa hefð virðist hafa farið fullkomlega fram hjá stjórnmálamönnunum okkar. Að minnsta kosti þetta með að standa sig betur í vinnunni, vera ekki þrasgjarn, dómharður eða hreint út sagt leiðinlegur við annað fólk. Því ef svo væri þá væri ekki hvert einasta ár í pólitíkinni eins og bíómyndin Groundhog Day; nýtt ár – nákvæmlega sama gamla kjaftæðið. Væri það nú ekki hressandi ef stjórnmálamennirnir okkar myndu fylgja fordæmi fjölmargra landsmanna og einsettu sér að verða örlítið betri hver við annan, betri manneskjur, á nýju ári? Við gerum ekki einu sinni þá kröfu að þeim myndi takast það – það að reyna væri alveg nóg.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun