Verðhækkanir eiga sér eðlilegar skýringar Hjörtur Hjartarson skrifar 9. janúar 2014 19:30 Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira