Misjöfn viðbrögð bílaumboða við lánakjörum BL Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2014 13:16 Mynd/BL Hin bílaumboðin ætla að bregðast við nýrri leið BL við fjármögnun bílakaupa viðskiptavina sinna. BL hyggst bjóða vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum sem sum umboðin telja örvæntingu en önnur hyggjast gera slíkt hið sama. „Við höfum engin áform uppi um að gefa peninga með þessum hætti, þetta er einhver örvænting held ég. Framlegð nýrra bíla er það lág, örfá prósent og menn bara gefa hana alla með svona löguðu,“ segir Björn Snædal Hólmsteinsson, fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu, aðspurður um hvort umboðið hyggist feta í fótspor BL. Lán BL geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Þannig sparast 280 þúsund krónur á þremur árum sem annars hefðu farið í vexti og kostnað, ef nýja bifreiðin kostar 3,9 milljónir. „Þetta er frekar örvænting eða trix af því þeir sem þurfa lán fyrir bílakaupum þurfa yfirleitt hærra lán en 40 prósent og ég skil ekki hver á að kaupa þetta nema einhverjir örfáir,“ segir Björn Snædal.Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að liðka þurfi til svo venjulegt fólk geti nýtt sér þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. Björn Snædal segir að þessi lán séu ekki fyrir venjulegt fólk eins og lagt er upp með af BL heldur þurfi fólk að eiga fyrir 60 prósentum af verði bílsins. „Þeir selja lánin sem kostar þó nokkuð margar prósentur og síðan fara lánin þannig í gegnum annan aðila sem þarf að samþykkja lántakann og fleira sem þýðir að auðvitað getur ekki hver sem er fengið lánað,“ segir Björn. Hann segir Heklu ekki munu veita lán til bílakaupa með þessum hætti. „Ég skil ekki að ætla að gefa vextina. Þetta er bara rugl,“ segir Björn Snædal að lokum.Toyota mun bjóða upp á sambærilega vöru og BL.Toyota hyggst hins vegar fylgja í fótspor BL. „Við munum bjóða upp á sambærilega vöru,“ sagði Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, í samtali við Fréttablaðið. Nákvæmlega hvað Toyota hyggst bjóða upp á vildi hann ekki gefa upp en það mun verða kynnt á bílasýningu þeirra um helgina.Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Öskju, segir að þar sé verið að skoða þessi mál. „Þetta þarf allt að skoðast í samstarfi við lánafyrirtækin og við vitum ekki hvaða samning BL er með við lánafyrirtækið. En ef þetta er eitthvað sem markaðurinn vill þá munum við skoða þetta,“ segir Björn. Hann tekur í sama streng og Björn Snædal varðandi fyrir hverja lánin henta. „Þetta hentar alveg klárlega ekki öllum, þú þarft engu að síður að eiga 60 prósent af listaverðinu annaðhvort í öðrum bíl eða peningum. Eftirstöðvunum er svo skipt upp á 36 mánuði sem er mjög stíft. En þetta hentar örugglega fólki sem á eitthvert eigið fé og getur ráðið við þessa stífu endurgreiðslu, sem er auðvitað gott upp á eignamyndun. Það er alltaf betra að geta greitt niður lán hraðar en hægar,“ segir Björn. Hann segir Öskju skoða þetta mál með opnum hug og þau útiloki ekki að fara sömu leið og BL. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hin bílaumboðin ætla að bregðast við nýrri leið BL við fjármögnun bílakaupa viðskiptavina sinna. BL hyggst bjóða vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum sem sum umboðin telja örvæntingu en önnur hyggjast gera slíkt hið sama. „Við höfum engin áform uppi um að gefa peninga með þessum hætti, þetta er einhver örvænting held ég. Framlegð nýrra bíla er það lág, örfá prósent og menn bara gefa hana alla með svona löguðu,“ segir Björn Snædal Hólmsteinsson, fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu, aðspurður um hvort umboðið hyggist feta í fótspor BL. Lán BL geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Þannig sparast 280 þúsund krónur á þremur árum sem annars hefðu farið í vexti og kostnað, ef nýja bifreiðin kostar 3,9 milljónir. „Þetta er frekar örvænting eða trix af því þeir sem þurfa lán fyrir bílakaupum þurfa yfirleitt hærra lán en 40 prósent og ég skil ekki hver á að kaupa þetta nema einhverjir örfáir,“ segir Björn Snædal.Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að liðka þurfi til svo venjulegt fólk geti nýtt sér þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. Björn Snædal segir að þessi lán séu ekki fyrir venjulegt fólk eins og lagt er upp með af BL heldur þurfi fólk að eiga fyrir 60 prósentum af verði bílsins. „Þeir selja lánin sem kostar þó nokkuð margar prósentur og síðan fara lánin þannig í gegnum annan aðila sem þarf að samþykkja lántakann og fleira sem þýðir að auðvitað getur ekki hver sem er fengið lánað,“ segir Björn. Hann segir Heklu ekki munu veita lán til bílakaupa með þessum hætti. „Ég skil ekki að ætla að gefa vextina. Þetta er bara rugl,“ segir Björn Snædal að lokum.Toyota mun bjóða upp á sambærilega vöru og BL.Toyota hyggst hins vegar fylgja í fótspor BL. „Við munum bjóða upp á sambærilega vöru,“ sagði Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, í samtali við Fréttablaðið. Nákvæmlega hvað Toyota hyggst bjóða upp á vildi hann ekki gefa upp en það mun verða kynnt á bílasýningu þeirra um helgina.Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Öskju, segir að þar sé verið að skoða þessi mál. „Þetta þarf allt að skoðast í samstarfi við lánafyrirtækin og við vitum ekki hvaða samning BL er með við lánafyrirtækið. En ef þetta er eitthvað sem markaðurinn vill þá munum við skoða þetta,“ segir Björn. Hann tekur í sama streng og Björn Snædal varðandi fyrir hverja lánin henta. „Þetta hentar alveg klárlega ekki öllum, þú þarft engu að síður að eiga 60 prósent af listaverðinu annaðhvort í öðrum bíl eða peningum. Eftirstöðvunum er svo skipt upp á 36 mánuði sem er mjög stíft. En þetta hentar örugglega fólki sem á eitthvert eigið fé og getur ráðið við þessa stífu endurgreiðslu, sem er auðvitað gott upp á eignamyndun. Það er alltaf betra að geta greitt niður lán hraðar en hægar,“ segir Björn. Hann segir Öskju skoða þetta mál með opnum hug og þau útiloki ekki að fara sömu leið og BL.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira