Gull og silfur vellur upp úr hverastrýtum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2014 19:00 Norskir jarðvísindamenn telja að mikil verðmæti í málmum sé að finna á Atlantshafshryggnum norður af Íslandi og segja að hverastrýtur á hafsbotni skili af sér eðalmálmum eins og gulli og silfri. Málmsérfræðingur Orkustofnunar segir slík dæmi í borholum á Reykjanesi og telur afar brýnt að Íslendingar efli þekkingu sína á þessu sviði.Grein sem vísindamenn við tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi birtu fyrir jól hefur vakið athygli norskra fjölmiðla. Á Atlantshafshryggnum í lögsögu Noregs norðan Íslands áætla þeir verðmæti málma upp á 430 milljarða norskra króna, eða sem nemur átta þúsund milljörðum íslenskra króna. Atlantshafshryggurinn liggur einnig í lögsögu Íslands.Gull, silfur og fleiri málmar falla út í hverastrýtum á hafsbotni.Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur, er verkefnisstjóri hagnýtra jarðefna hjá Orkustofnun. Í viðtali við Stöð 2 segir hún það alveg möguleika að mikil verðmæti geti legið í málmum umhverfis Ísland. Sérstaklega þurfi að skoða það fyrir norðan land. Hún segir þetta framtíðarverkefni en brýnt sé að Íslendingar efli samstarf við nágrannaþjóðir um málmrannsóknir. „Þar er samstarf við Norðmenn mjög fýsilegt því að þeir leggja gríðarlega áherslu á umhverfismál, bæði við rannsóknir á landi og á hafsbotni,” segir Bryndís. Hún segir að efla þurfi þekkingu innanlands á þessu sviði. „Okkur bara vantar fólk með sérfræðimenntun, að mennta nýtt fólk í þetta. Við erum náttúrlega líka að horfa á nágrennið við Grænland.” Rannsóknir Norðmanna beinast meðal annars að hverastrýtum, svokölluðum black smokers, en þeir segja að þar falli út gull og silfur, kopar og kóbalt, sink og blý.Á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi eru hverastrýtur á landi sem skila gulli og silfri til yfirborðs.„Við höfum þetta uppi á landi á Reykjanesi, það sem við getum kallað black smokers. Ég heyri það að Norðmennirnir hafa mjög mikinn áhuga á að skoða það fyrirbæri hjá okkur. Þannig að ég held að við séu svolítið einstök í því,” segir Bryndís. Málmmyndanir komi upp í borholum á Reykjanesi og sjáist í pípum. „Og valda bara útfellingum og vandræðum þar. En þar hefur Vigdís Harðardóttir verið að skoða gull og silfur og fleiri málma. Þannig að við höfum þetta bara uppi á landi.” -Þannig að borholurnar eru að skila upp eðalmálmum? „Já, já. Þetta er þægilegt í vinnslu hér uppi á landi á meðan menn eru að glíma við hafsbotninn.” Frægar hverastrýtur á botni Eyjafjarðar segir hún hins vegar „white smokers", og þar sé ekki að koma upp gull. Bryndís segir þetta áminningu um að Íslendingar tryggi réttindi sín á landgrunninu. „Við eigum að herða okkur í hafréttarmálum.” Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Norskir jarðvísindamenn telja að mikil verðmæti í málmum sé að finna á Atlantshafshryggnum norður af Íslandi og segja að hverastrýtur á hafsbotni skili af sér eðalmálmum eins og gulli og silfri. Málmsérfræðingur Orkustofnunar segir slík dæmi í borholum á Reykjanesi og telur afar brýnt að Íslendingar efli þekkingu sína á þessu sviði.Grein sem vísindamenn við tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi birtu fyrir jól hefur vakið athygli norskra fjölmiðla. Á Atlantshafshryggnum í lögsögu Noregs norðan Íslands áætla þeir verðmæti málma upp á 430 milljarða norskra króna, eða sem nemur átta þúsund milljörðum íslenskra króna. Atlantshafshryggurinn liggur einnig í lögsögu Íslands.Gull, silfur og fleiri málmar falla út í hverastrýtum á hafsbotni.Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur, er verkefnisstjóri hagnýtra jarðefna hjá Orkustofnun. Í viðtali við Stöð 2 segir hún það alveg möguleika að mikil verðmæti geti legið í málmum umhverfis Ísland. Sérstaklega þurfi að skoða það fyrir norðan land. Hún segir þetta framtíðarverkefni en brýnt sé að Íslendingar efli samstarf við nágrannaþjóðir um málmrannsóknir. „Þar er samstarf við Norðmenn mjög fýsilegt því að þeir leggja gríðarlega áherslu á umhverfismál, bæði við rannsóknir á landi og á hafsbotni,” segir Bryndís. Hún segir að efla þurfi þekkingu innanlands á þessu sviði. „Okkur bara vantar fólk með sérfræðimenntun, að mennta nýtt fólk í þetta. Við erum náttúrlega líka að horfa á nágrennið við Grænland.” Rannsóknir Norðmanna beinast meðal annars að hverastrýtum, svokölluðum black smokers, en þeir segja að þar falli út gull og silfur, kopar og kóbalt, sink og blý.Á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi eru hverastrýtur á landi sem skila gulli og silfri til yfirborðs.„Við höfum þetta uppi á landi á Reykjanesi, það sem við getum kallað black smokers. Ég heyri það að Norðmennirnir hafa mjög mikinn áhuga á að skoða það fyrirbæri hjá okkur. Þannig að ég held að við séu svolítið einstök í því,” segir Bryndís. Málmmyndanir komi upp í borholum á Reykjanesi og sjáist í pípum. „Og valda bara útfellingum og vandræðum þar. En þar hefur Vigdís Harðardóttir verið að skoða gull og silfur og fleiri málma. Þannig að við höfum þetta bara uppi á landi.” -Þannig að borholurnar eru að skila upp eðalmálmum? „Já, já. Þetta er þægilegt í vinnslu hér uppi á landi á meðan menn eru að glíma við hafsbotninn.” Frægar hverastrýtur á botni Eyjafjarðar segir hún hins vegar „white smokers", og þar sé ekki að koma upp gull. Bryndís segir þetta áminningu um að Íslendingar tryggi réttindi sín á landgrunninu. „Við eigum að herða okkur í hafréttarmálum.”
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira