Svipmynd Markaðarins: Lék fótbolta með KR í efstu deild Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 08:57 Kristrún undirbýr nú iðnsýninguna Viku iðnaðarins sem verður haldin í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið/GVA. Kristrún Heimisdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) í nóvember. Hún segir síðustu vikur hafa verið annasamar enda sinnti hún um tíma tveimur störfum í einu. „Fyrstu dagarnir voru brattir því ég var líka að ljúka kennslu í Evrópurétti í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Ég var því með annan fótinn í Reykjavík og hinn fyrir norðan. Síðan var ég með tvo síma, annan með lífi mínu eins og það hefur verið undanfarin misseri og hinn undir nýja starfið,“ segir Kristrún. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands en Kristrún hefur einnig stundað nám í heimspeki. Spurð um áhugamál segir hún að þau séu mörg enda hafi hún víða komið við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist, alþjóðamálum og les mikið. Síðan er ég dálítið nörd fyrir klassískri tónlist og finnst alveg ótrúlega gaman að geta farið á heimsklassa tónleika eins og maður getur nú komist á í Hörpu.“ Kristrún er mikill KR-ingur og spilaði fótbolta með liðinu í 154 leikjum í efstu deild. „Ég er KR-ingur en hætti að halda með Manchester United þegar þeir seldu Ray Wilkins árið 1984. Ég held mikið upp á Arsene Wenger og það er ekki annað hægt en að halda með jafn glæsilegu liði og Arsenal. Pabbi minn hélt með Leeds og það voru alltaf fagnaðarlæti á mínu æskuheimili þegar liðið náði góðum árangri en því miður dró úr því eftir því sem á leið,“ segir Kristrún og hlær. Samtök iðnaðarins eiga tuttugu ára afmæli á næsta ári en þau voru stofnuð um það leyti sem Ísland hóf þátttöku á innri markaði Evrópusambandsins. „Það stendur til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Við ætlum að halda Viku iðnaðarins í mars en þar verður um að ræða samansafn fjölbreyttra viðburða og þar á meðal Iðnþingið sjálft,“ segir Kristrún.Salvör Nordal„Kristrún er mikill vinur vina sinna. Hún hefur sterka dómgreind og óhætt er að segja að maður komi aldrei að tómum kofanum þegar maður leitar til hennar. Það eru fáir sem geta greint vandamál og pólitískra stöður jafn skarplega og af jafn miklu innsæi og Kristrún. Hún hefur fjölbreytt áhugamál og nýtur þess að vasast í mörgu. Hún er hreinskiptin í samskiptum, tekur hlutina alvarlega en sér líka spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni.”Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Sunna Gunnlaugsdóttir„Við Kristrún erum báðar af Seltjarnarnesinu. Hún var eina stelpan í fótboltaliði Gróttu og held ég að hún hafi meðal annars verið fyrirliði liðsins (strákanna). Við fórum svo í kvennaboltann í KR og urðum góðar vinkonur. Það var aldrei neinn ærslagangur í Kristrúnu heldur einkenndi íhugun gerðir hennar enda var hún sterkur miðjuspilari með sýn yfir völlinn. Hún hefur haldið þessari stöðu í lífinu að skapa tækifæri fyrir aðra með hjartahlýju og að láta gott af sér leiða.”Sunna Gunnlaugsdóttir, tónlistarmaður. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) í nóvember. Hún segir síðustu vikur hafa verið annasamar enda sinnti hún um tíma tveimur störfum í einu. „Fyrstu dagarnir voru brattir því ég var líka að ljúka kennslu í Evrópurétti í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Ég var því með annan fótinn í Reykjavík og hinn fyrir norðan. Síðan var ég með tvo síma, annan með lífi mínu eins og það hefur verið undanfarin misseri og hinn undir nýja starfið,“ segir Kristrún. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands en Kristrún hefur einnig stundað nám í heimspeki. Spurð um áhugamál segir hún að þau séu mörg enda hafi hún víða komið við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist, alþjóðamálum og les mikið. Síðan er ég dálítið nörd fyrir klassískri tónlist og finnst alveg ótrúlega gaman að geta farið á heimsklassa tónleika eins og maður getur nú komist á í Hörpu.“ Kristrún er mikill KR-ingur og spilaði fótbolta með liðinu í 154 leikjum í efstu deild. „Ég er KR-ingur en hætti að halda með Manchester United þegar þeir seldu Ray Wilkins árið 1984. Ég held mikið upp á Arsene Wenger og það er ekki annað hægt en að halda með jafn glæsilegu liði og Arsenal. Pabbi minn hélt með Leeds og það voru alltaf fagnaðarlæti á mínu æskuheimili þegar liðið náði góðum árangri en því miður dró úr því eftir því sem á leið,“ segir Kristrún og hlær. Samtök iðnaðarins eiga tuttugu ára afmæli á næsta ári en þau voru stofnuð um það leyti sem Ísland hóf þátttöku á innri markaði Evrópusambandsins. „Það stendur til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Við ætlum að halda Viku iðnaðarins í mars en þar verður um að ræða samansafn fjölbreyttra viðburða og þar á meðal Iðnþingið sjálft,“ segir Kristrún.Salvör Nordal„Kristrún er mikill vinur vina sinna. Hún hefur sterka dómgreind og óhætt er að segja að maður komi aldrei að tómum kofanum þegar maður leitar til hennar. Það eru fáir sem geta greint vandamál og pólitískra stöður jafn skarplega og af jafn miklu innsæi og Kristrún. Hún hefur fjölbreytt áhugamál og nýtur þess að vasast í mörgu. Hún er hreinskiptin í samskiptum, tekur hlutina alvarlega en sér líka spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni.”Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Sunna Gunnlaugsdóttir„Við Kristrún erum báðar af Seltjarnarnesinu. Hún var eina stelpan í fótboltaliði Gróttu og held ég að hún hafi meðal annars verið fyrirliði liðsins (strákanna). Við fórum svo í kvennaboltann í KR og urðum góðar vinkonur. Það var aldrei neinn ærslagangur í Kristrúnu heldur einkenndi íhugun gerðir hennar enda var hún sterkur miðjuspilari með sýn yfir völlinn. Hún hefur haldið þessari stöðu í lífinu að skapa tækifæri fyrir aðra með hjartahlýju og að láta gott af sér leiða.”Sunna Gunnlaugsdóttir, tónlistarmaður.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira