Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2014 20:30 Travis Cohn í leik með háskólaliði sínu. Mynd/Grace Singer „Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira