Lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2014 08:29 Um 85 þúsund fjölskyldur gátu tengst ljósveitu Mílu við síðustu áramót. Mynd/GVA. Síminn og Míla lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum á landsbyggðinni á síðasta ári. Þá tengdust 23 þúsund heimili aðgangsneti Mílu en upphafleg áætlun Símans hljóðaði upp á 53 bæjarfélög. Eftir standa Þingeyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður. „Vont veður á fyrri hluta ársins kom í veg fyrir að við næðum þessu markmiði um 53 bæjarfélög en þeir fjórir staðir sem eftir standa verða tengdir á næstu dögum,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu. Um 62 þúsund fjölskyldur gátu að hennar sögn nýtt sér þjónustuna við árslok 2012 en 85 þúsund um síðustu áramót. Verkefnið kostaði um fjörutíu þúsund krónur á hvert heimili og heildarkostnaður þess er því um einn milljarður íslenskra króna. „Síminn stefndi að því að um eitt hundrað þúsund heimili á landinu gætu nýtt sér ljósnetið um mitt ár 2014. Miðað við þær áætlanir sem Míla hefur kynnt á heimasíðu sinni eru góðar líkur á því að það markmið náist,“ segir Sigurrós. Míla tók í september við uppbyggingu á ljósneti Símans eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert samkomulag við Skipti hf., móðurfélag Símans og Mílu, um umfangsmiklar breytingar á skipulagi samstæðunnar í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þjónusta Mílu nefnist Ljósveitan og er í grunninn aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta nýtt sér til að selja viðskiptavinum sína þjónustu. Borgarfjarðarhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem var ekki inni í áætlun Símans fyrir árið 2013. Sveitarfélagið er hins vegar á verkáætlun Mílu fyrir þetta ár. Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir mikilvægt að vinna við lagningu ljósnetsins verði kláruð sem fyrst. „Þetta er hörmung enda hefur ekkert gerst í langan tíma. Það er víða þannig í þorpinu að þegar menn kveikja á tölvunni þurfa þeir að slökkva á sjónvarpinu og öfugt,“ segir Jón. „Hins vegar er búið að segja okkur að það verði eitthvað gert á þriðja fjórðungi þessa árs. En íbúar sveitarfélagsins eru orðnir ósköp þreyttir á þessu, sérstaklega þeir sem hafa hugsað sér að nýta háhraðanet í sambandi við atvinnu. Aðgengi að háhraðaneti er stórt atvinnuspursmál og jafn stórt samgöngumál og vegirnir,“ segir Jón. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Síminn og Míla lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum á landsbyggðinni á síðasta ári. Þá tengdust 23 þúsund heimili aðgangsneti Mílu en upphafleg áætlun Símans hljóðaði upp á 53 bæjarfélög. Eftir standa Þingeyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður. „Vont veður á fyrri hluta ársins kom í veg fyrir að við næðum þessu markmiði um 53 bæjarfélög en þeir fjórir staðir sem eftir standa verða tengdir á næstu dögum,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu. Um 62 þúsund fjölskyldur gátu að hennar sögn nýtt sér þjónustuna við árslok 2012 en 85 þúsund um síðustu áramót. Verkefnið kostaði um fjörutíu þúsund krónur á hvert heimili og heildarkostnaður þess er því um einn milljarður íslenskra króna. „Síminn stefndi að því að um eitt hundrað þúsund heimili á landinu gætu nýtt sér ljósnetið um mitt ár 2014. Miðað við þær áætlanir sem Míla hefur kynnt á heimasíðu sinni eru góðar líkur á því að það markmið náist,“ segir Sigurrós. Míla tók í september við uppbyggingu á ljósneti Símans eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert samkomulag við Skipti hf., móðurfélag Símans og Mílu, um umfangsmiklar breytingar á skipulagi samstæðunnar í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þjónusta Mílu nefnist Ljósveitan og er í grunninn aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta nýtt sér til að selja viðskiptavinum sína þjónustu. Borgarfjarðarhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem var ekki inni í áætlun Símans fyrir árið 2013. Sveitarfélagið er hins vegar á verkáætlun Mílu fyrir þetta ár. Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir mikilvægt að vinna við lagningu ljósnetsins verði kláruð sem fyrst. „Þetta er hörmung enda hefur ekkert gerst í langan tíma. Það er víða þannig í þorpinu að þegar menn kveikja á tölvunni þurfa þeir að slökkva á sjónvarpinu og öfugt,“ segir Jón. „Hins vegar er búið að segja okkur að það verði eitthvað gert á þriðja fjórðungi þessa árs. En íbúar sveitarfélagsins eru orðnir ósköp þreyttir á þessu, sérstaklega þeir sem hafa hugsað sér að nýta háhraðanet í sambandi við atvinnu. Aðgengi að háhraðaneti er stórt atvinnuspursmál og jafn stórt samgöngumál og vegirnir,“ segir Jón.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira